Ýmist í ökkla eða eyra.

Komið öll sæl og blessuð.

Það er orðið eitthvað síðan ég setti inn færslu,og fyrir vikið eiginlega undrandi á að ég loki þessari síðu ekki bara.Ég nota að vísu síðuna enn nokkuð til að lesa ykkur hin og þá mest bloggvinina,og þessvegna óþarfi að setja liðið inn í Bookmarks.

 

Nú er að verða liðinn mánuður síðan ég varð atvinnulaus,og ég verð að segja það fer mér ekki vel eða réttara vel í mig.Ég stend mig stundum að því suma daga að þegar ég skoða daginn hafi hann mest snúist um að drepa tíma.Ég er vanari því að hafa ekki nægan tíma fremur en hitt að vera í vandræðum með hafa nóg fyrir stafni.

Auðvitað er  hægt að nota þennann tíma og drífa sig á einhver námskeið eða eitthvað sem gerði manni gott og öðrum,ég reyndar hef notað svolítið tímann í að hjálpa vinum og vandamönnum með verk sem vont er að vinna einn,og sjálfur græði ég helling af vellíðan fyrir vikið.

Stundum fer tíminn minn í að hugsa og það veit ekki á gott hjá mér oft á tíðum,veldur oft hjá mér heilabrotum um að hafa átt að gera vissa hluti öðruvísi og suma bara alls ekki.En auðvitað er þetta ekkert alslæmt allt saman og það er hægt að læra vel nú á tímum hvað skiptir mestu máli í lífi manns og hvernig ég geti komið því við að nálgast markmiðið hvernig ég vilji hafa hlutina hjá mér og lært að leggja á mig til að öðlast,en ekki leiðin sem ég hef oft valið að öðlast til að leggja á mig og vona síðan bara að þetta reddist.

Það fer reyndar rosalega illa í mig margar fréttirnar hvernig hefur farið hjá mörgum fjölskyldum,og hreinlega hvernig fjármálafyrirtækin fara með fólkið.Í mínum huga er vonlaust mál að láta bara launþega taka skellinn í kreppunni og fyrirtæki og stofnanir fylgi bara verðbólgu og vísitölum með sitt og halda að það gangi til lengdar.

Fyrir vikið þegar hugur minn fer í að reikna,fæ ég bara svo oft upp að dæmið gangi ekki upp og því fyrr sem við áttum okkar á að þjóðin er gjaldþrota því betra.Auðvitað vona ég og vill að við náum skútunni aftur á lygnan sjó,en þá líka er það aðeins hægt með samstilltu átaki  allra landsmanna.Það verður ekkert nýtt Ísland með sama kerfinu og kom okkur á hausinn með,verði notað áfram allir verða þá bara þrælar verðtryggingar til þess eins að hafa stað til að sofa á.

Læt þetta duga að sinni og þið fyrirgefið kannski pistilinn þennann,hann er að mestu gerður mín vegna til losunnar.Og fyrir vikið held ég stjórn og sönsum eitthvað áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góðan daginn Úlli minn

Birna Dúadóttir, 27.2.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

 Þú ert flottur. Maður hefur stundum gott af því að staldra við og hugsa eða bara slappa af. Njóttu þess að vera til. kv.

Kristín Jóhannesdóttir, 1.3.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill. Ætli ég sé ekki í svipuðum sporum og þú? Það var óþægilega margt passar akkúrat við mig.

Ég reyndar er bara í húsi í Asíu. Glæsilegt hús sem ég lét smíða fyrir mörgum árum. Get lifað fínu lífi fyrir smápeninga með allri þjónustu. 

Ég er ekki með orku í þessum Evrópufaraldri og samt bý ég í Svíþjóð þar sem fólki í nauð er hjálpað ef á þarf að halda. Er það gert líka hér.

Ætli maður endi ekki í gamla djobbinu í Sviþjóð. Sem ég var búin að lofa sjálfum mér og allri fjölkyldunni að ég aldrei skyldi koma nálægt aftur.

Þeð er kreppa fyrir mig.

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þú ættir að nota tækifærið og blogga meira á meðan þú ert atvinnulaus. Það þarf  að heyrast meira í almenningi. Það er út í Hróa Hött að almúginn eigi að borga og borga af lánum frá bönkum sem eru ekki lengur til. Samningar eru brostnir en samt borga lántakendur ríkisbönkum hægri vinstri.

Hvar er sanngirnin hjá ráðamönnunum okkar eftir að bankar urðu ríkiseign á ný? Fólk hættir að borga bílalán og skilar bílunum. Frægir reiknimeistarar (kannski reikimeistarar ) fá vel borgað fyrir sína speki. Lán sem var ein milljón er kannski búið að hækka uppí þrjár milljónir, viðgerðarkostnaður sex hundruð þúsund. Bíllinn svo seldur öðrum en viðkomandi stendur eftir með skuld uppá rúmar þrjár milljónir sem er tvöfalt andvirði þess bíls sem keyptur var eða kannski meira en tvöfalt. ÞETTA ER ÚT Í HRÓA HÖTT.

Mér finnst að svona mál eigi að kæra til Mannréttindardómsstóls.

Ég var á flækingi og kom heim í gær frá Akureyri eftir átta daga fjarvist frá Olíubænum Vopnafirði.  Þegar ég var nýbyrjuð að keyra niður Burstafellsbrekkurnar á 20 ára gömlum fjallabíl  = fólksbíl þá keyrði ég framhjá jeppa sem hafði brunað út af og var á hliðinni. Sem betur fer voru vegagerðarmenn þarna annars hefði ég stoppað og liðsinnt manninum sem stóð við hliðina á bílnum. 

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi." Sálmur 23

MUNDU = DROTTINN SÉR UM SÍNA.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2009 kl. 13:01

5 identicon

Sæll Úlfar.

Ég kannast við þetta allt saman..............það var bara löngu fyrir kreppu. Það var þegar ég slasaðist og þá gjöbreyttist allt. Ég eins og þú var á fullu allan sólarhringinn og svo BÚMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM.

Og allt það sem hefur komið upp á síðan .

Og svo núna síðast .

Hrunið.

En ég trúi alltaf á að hlutirnir eig eftir að lagast og að vissu leyti hefur það gerst en langt í frá að öllu leyti. Lykillinn er að læra að lifa í þeim aðstæðum sem eru hverju sinni.

Eftir á að hyggja þá þakka ég fyrir þetta allt í dag,

Það hefur gert mig að meira þenkjandi manni um Lífið, Trúna og Tilveruna.

Kærleikskveðja til þín og þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband