Þegar hugur minn fer á flakk.

Komið öll sæl og blessuð,ég ákvað að setja inn smá hugrenningar svona til gamans.Ég glað vaknaði áðan eitthvað eftir 3 og virðist eiga erfitt með að ná slökun aftur til að festa svefn.

Það er þannig nú þessa dagana að það liggur mikið við í vinnu minni,og ég vinn sennilega þessa vikuna frá 8-8 og svo verður að finna tíma fyrir að rækta rútínu mína svo mér líði vel,og þar er ýmislegt svona andleg fræði og sjálfrækt í góðum félagsskap margra góðra vina héðan og þaðan.

Það er oft svo með mig þegar mikið liggur við og ég að gera eins vel og best verður á kosið,og eins og nú finnst ég ekki alveg komast yfir allt sem ég vildi í vinnu minni,að hugurinn fer á fleigi ferð í lausnaleit.Ég er að flestum talinn duglegur og kem oftast miklu í verk á ekki löngum tíma.Ég lít auðvitað á það sem kost hjá mér,en svo er ég alltaf að hugsa um hvenær loksins komi nú þessi tími sem ég uppskeri nú efiðið.

Stundum er eins og það bara bætist á sama hversu mikið og vel maður gerir,svo svona þegar ég hugsa upphátt verður engin uppskera ég verð kannski bara endalaust að róa til lands og bar ber lengra frá landi með hverjum degi.Og þó ég er að mjakast í áttina svona til að vera alveg hreinn og beinn með þetta.Kannski er þetta líka svona dæmi ég fæ það sem mér ber,og ef það myndi róast og ég hafa nægann tíma.Myndi mér ekki bara leiðast og ég yrði ekki fullnægður í vinnu,ég er víst þessi týpa sem vill hafa nóg að gera og helst sem mest að gera og á stuttum tíma þannig þrífst ég víst best.

Svo eftir á að hyggja er ég örugglega akkúrat að sýsla við það sem fer mér best,ég bara kann ekki alltaf að meta það sem og ég hef og fæ.Og ekki skemmir að hafa nóg að gera og geta unnið mikið í þessu ástandi sem tíðkast einmitt nú um stundir.Vona ég nú samt að ég þurfi nú ekki að vinna 65 stundir á viku til að komast af endalaust.Það væri örugglega svaka lúxus að vinna svona 40 stunda viku og komast af,eins og flestir nágrannar okkar íslendinga gera.

Kannski skapast þannig aðstæður hér einhvert árið,og við lærum að fara okkur hægar og meta það sem við höfum ekki hvað okkur langar endalaust í að kaupa,svo auðvitað þarf ég ekkert að fara erlendis 2 á ári þó gaman sé.Það er ekki nóg að eiga allt milli himins og jarðar ef enginn er tíminn til að njóta þessarra hluta vegna anna í vinnu við að borga þá.

Þetta var svona létt hugrenning snemma dags hjá mér,um það leyti er hausta tekur,megi góður guð með ykkur vaka.

Bestu kveðjur Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Úlli minn.

Þetta er góður pistill um þennan sífelda eltingaleik við mammon og hverju við erum að fórna. Þörf lesning.

Svona "Wake up" lesning.

Gakktu glaður inn í nýjan dag og hver veit nema að hlutirnir fari að breytast.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 04:16

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég heyrði eina skemmtilega sögu um mann sem vann ALLTOF mikið. Einn dag vaknaði hann of seint og það átti að vera hann sem var aðalmaðurinn á mikilvægum fundi hjá fyrirtækinu. 

Hann stökk  á fætur, sleppti bæðu sturtu og morgunmat, tók skjaltöskuna og hljóp út í bíl. Það var annað sjokkið þann morguninn, því einhverjir prakkarar höfðu hleypt öllu lofti úr ÖLLUM dekkjum á bílnum.

Hann hljóp af stað til að ná strætó. Hann mátti ekki verða of seinn, og þegar hann kom að götunni þar sem strætóinn stoppar, sá hann að vagninn var í þann vegin að fara. Hann hljóp út á götuna og þá skeði óhappið. Bíl keyrði á hann svo hann endasentist eftir götunni og lá þar.

Hann heyri reiðital í kring um sig og hann skildi að maðurinn sem hafði keyrt á hann, hafði stungið af slysstað. Leigubílstjóri hafi hringt í sjúkrabíl og hann heyrði hvernig 3, þessa sem sá  stinga af, bölvuðu honum í sand og ösku. Hann reyndi að standa upp enn stór og þungur leigubílstjóri hlustaði ekkert á hann og hélt honum niðri.

Sjúkrabíllinn kom og hann gerði síðustu tilraunina til að fá að fara.  Hann var ólaður niður og keyrt með hann á slysavarðstofu, og þar var honum rennt inn í bás þar sem hann var látin bíða og bíða. Hann var farin að hugsa sér að stinga af frá öllu þessu.

Þá kom hún. Hjúkrunarkona! Fallegasta kona sem hann hafði augum litið! Það varð ást við fyrstu sýn!

Hann gleymdi öllu öðru!  Fundinum, bara hún var á staðnum. Þau eru búin að vera gift nú í 25 ár. Hann er fegin að hafa vaknað of seint þennan morgun, elskar prakkaranna sem hleyptu öllu lofti úr dejdekkjunum á bílnum hans.

Hann er ævinlega þakklátur manninum sem keyrði á sig. Því fyrir allt þetta "mótlæti" fann hann bæði ástina og hamingjuna.

Enn í húsi í sama hverfi hittast 3 menn reglulega og fá sér bjórglas. Umræðu efnið endar alltaf á því sama. Þeir töluðu um hvað þeir myndu gera við þennan mann sem stakk af frá slysstað!. Drepa, hengja og jag veit ekki hvað þeir vildu gera við þennan "glæpamann!" 

Óskar Arnórsson, 23.9.2008 kl. 06:31

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sælir strákar og takk fyrir innlitið,Óskar þetta innlegg þitt minnir mig reyndar á atburð,þegar ég var yngri maður.

Ég bjó þá á Ísafirði og í þá tíð var mikil útgerð þar og fullt af fiskvinnslum um allt nema hvað ég vann þá í Íshúsfélagi Ísfirðinga og var um þessar mundir brjáluð karfa veiði og við unnum á vöktum á karfavélinni,ég var búinn að vinna marga langa daga þegar hér er komið sögu og kom heim einn daginn um 5 leytið að degi til.Ákvað ég að nota þetta kærkomna frí og leggja mig og eiga síðan notalegt kveld.

Ég átti að mæta kl 7 morguninn eftir,ok ég legg mig og vakna síðan kl rúmlega 7 og stekk til handa og fóta,hendi mér í vinnufötin og engann morgunmat bara stekk á stað og hleyp eins og fætur toga í vinnuna,þegar þangað er komið skil ég ekkert í að enginn er þar og allt slökkt.

Ég var nú alveg ruglaður og reyndar nývaknaður og skil ekki baun í neinu og rölti heim aftur,kemst ég ekki að því að klukkan er ekkert rúmlega 7 að morgni heldur kveldi og ég hafði bara lagt mig í 2 tíma og allt í goody fíling.

En ég mun sennilega aldrei gleyma hvað ég var aulalegur þegar heim var komið,og vonaði að enginn hafi séð mig hlaupa eins og 100 metra spretthlaupara á gullmóti í vinnuna.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.9.2008 kl. 07:10

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Úlfar!

Já, góður þessi! hehe..er ekki bara hollt að hlaupa 100 metra á morgnanna til að byrja dagin vel?

Þessi frásögn um manninn sem allt gekk á afturfótunum fyrir þennan morgun, segir okkur kannski að það sem stundum sýnist vera stærsta mótlætið, er leiðbeining inn í mestu hamingjunna. Þannig upplifi ég þessa frá sögn..

Það er virkilega gaman að svona færslum eins og þessari, gefur huganum ákveðið frelsi að tala um hvað sem er og maður er ekki bundin við neitt sérstakt málefni..Takk fyrir það og ég hlakka til að sjá fleiri færslur í sama stíl!

Kær kveðja,

Óskar Arnórsson, 23.9.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þið eruð góðir

Birna Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 10:44

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk fyrir mig  Alltaf gaman að lesa frásögn þína og þinna viðmælenda. Hafðu góðan dag.

Kristín Jóhannesdóttir, 23.9.2008 kl. 15:58

7 identicon

Ja hérna Úlfar - þetta er góð hugleiðing - en ég vona samt að þú náir að nýta frítímann þinn á nóttunni í hvíld og svefn fyrst þú þarft að vinna svona rosalega mikið!!! Guð blessi þig ríkulega!!!

Ása (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Vona að þú skrifir næsta blogg á kristilegum tíma. Tek undir með frænku minni sem sagðist hafa hitt þig nýlega. Hún sagði mér að þú værir blíður og góður maður. Ekki slæmt að fá svona umsögn. 

Það er annað hérna megin. Ég er alveg rosaleg og óbetranleg.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Guðskerlingin Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.9.2008 kl. 09:04

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum( 2. Pétursbréf, 1 kafli:2vers)

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu!

Innlitskvitt!

Vertu velkominn að skoða mína síðu!

Drottinn gefi þér sinn himneska frið!

Kveðja úr Garðabæ Halldóra Ásgeirsdóttir

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 3.10.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband