11.7.2007 | 21:35
Mikið gengur nú vel í Hryðjuverkastríðina ljúfa :(
![]() |
Al-Qaída hvetur Pakistana til hryðjuverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2007 | 13:16
Við reiknum með?
![]() |
Glitnir spáir stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 02:17
Ætli ég fari ekki bara að hætta þessu fljótlega.
Jæja gott fólk þá er komið að því að fara gefa eftir og láta af.Ekki það að ég hafi eitthvað breytt um skoðanir eða sé ekki sáttur við bloggið,ég hef hingað til ekkert verið hræddur við að skrifa og síðan svara fyrir ef ég kýs svo.
Það er bara málið að ég hef ekki orðið eins gaman af þessu og í upphafi og þá auðvitað skilar þetta mér engu.Ég fór auðvitað af stað vegna mín og að ég hefði rödd sem leyfði sér að færa inn færslur um hvað ég væri að sýsla og hugsa hverju sinni.
Ég hef ekkert verið að byðja neinn um að vera neitt sammála mér um hvað sem ég blogga um heldur að ég geti og megi blogga hvað mér finnst og hvernig ég sé viðkomandi málefni,bara partur af að hreinsa út þegar mér mislíkar eitthvað eða líkar það hvort heldur.
Ég er ekkert færasti penni í heimi og hef engar áhyggjur af því enda ekki neitt að rembast við að vera eitthvað sem ég ekki er,heldur trúr því sem mér finnst ég ætti að vera trúr sem er auðvitað sannfæring mín um viss málefni.
En nú leiðist mér bara að mestu þetta blogg mitt og þá sé ég engan tilgang með að vera eitthvað að blogga stíft,ég er ekki að segja að ég sé alfarið hættur.Bara það að ég kannski blogga við og við ef mér finnst eitthvað spennandi og þarft í huga mínum,því það er minn hugur sem ég þarf að lifa með ekki ykkar.
Eigið góða og .....................................who cares Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2007 | 10:22
Rétt lyf hjálpa hin ekki.
![]() |
Færri sjálfsvíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 00:35
Jæja dagurinn sem margar hafa beðið eftir.
Komið öll sæl og bless,þá er víst kominn þessi yndislegi 777 eða öllu heldur 07.07.2007 sem jú gerir hvað 23 og þá fáum við töluna 5 en ekki 7 svo það sé nú alveg á hreinu.
Mér er boðið í brúðkaup í dag frændi minn góður og hans eina sanna ætla sér að ganga til guðs í dag og helga sig hvort öðru,og er það vel enda búin að vera saman í 10 ár,svo ég vissi nokk um að þar á bæ yrði nú ekki aflýst neinu enda veit ég ekki betur en að þau elski hvort annað alveg eins og þeim er mögulegt.
Ég verð að segja ég hlakka til að hitta þennann frænda minn í dag og vera með í þeirra hamingju enda langt síðan við hittumst síðast ég og hann.Svo hitti ég auðvitað fullt af skyldfólki og í dag hef ég unun af því´,þó svo hafi nú ekki alltaf verið og var það minn feill ekki þeirra.Ég var bara svo lengi ekki í andlegu ástandi til þess að rækta eitthvað ættartengsl mín,og ég fór auðvitað bara á mis við mitt góða og kæra fólk.
Svona er víst bara lífið og í dag veit ég betur og auðvitað er það svo ég er minn eigin herra í þessum málum sem og öðrum og stundum bara bið ég guð almáttugan að styrkja mig og þá er rest auðvelt og ég þarf ekkert í heimi hér að óttast meir.
Sem gerir mig hvað jú frjálsan mann og sem slíkur er yndislegt að lifa og mér líður orðið að mestu bara vel og tek lífinu eins og það kemur mér hverju sinni.
Allir til hamingju með daginn megi guð ykkur geyma kveðja Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 16:27
Já ekki fjarri lagi.
Ég get alveg tekið mark á þessu frá Greiningadeild Landsbankans,málið er auðvitað svo að á meðan þeir menn sem eru seðlabankastjórar núna og næstu ár,verða þeir auðvitað háir.Málið er auðvitað svo að það er komið að því að kasta krónunni og ganga beint inn í Eb og hætta þessu rugli.
Þetta blessaða góðæri sem hefur ríkt undanfarin ár eru bara í formi þess að auðveldara er að fá lánað fé,allavegana fyrir almúann og ég trúi ekki öðru en að lokum fær almúinn nóg og gefur skít í þessa vinavæðingu um allar trissur.
Ég er allavegana orðinn hundleiður á ykkur öllum sem einhverju ráða í landi voru étið það sem úti frýs.
![]() |
Stýrivextir verði 11,5% í árslok 2008 samkvæmt spá Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2007 | 16:11
Sævar hvenær fengu sjómenn að semja síðast án laga?
Sævar þú ert nú búinn að vera lengi í bransanum,áttir þú von á öðru sjómenn hafa ekki árum saman haft neitt með neitt að gera og ég get ekki séð að það muni neitt breytast á næstunni.Já þetta er hvimleitt ég veit það.Fiskurinn tilheyrir ekkert þjóðinni og hefur aldrei gert ég hélt þú vissir þetta Sævar minn.
Ég styð ykkur samt en það er auðvitað engin bót í því.
![]() |
Sævar: Komið til móts við alla aðila nema sjómenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 08:03
Í dag fara börn mín til móður sinnar.
Jæja gott fólk þá er víst komið að því að fríið mikla er búið,og ég verð víst að skila af mér börnum mínum í dag næsta mánuðinn verða þau hjá móður sinni,þetta er auðvitað búið að vera yndislegur mánuður sem við höfum átt saman ég og börnin.
Nú tekur loks við hjá mér að vera orðinn vinnufær á ný,hendin slæma(ég er ekki að tala um bláu höndina).Eins og einhverjir hafa lesið er ég með skemmda taug sem hefur undanfarna mánuði gert mér erfitt fyrir,ég er hjá ljómandi sjúkraþjálfara sem hefur verið að gera mig góðan á ný og kann ég honum bestu þakkir fyrir.
Ég byrja að vinna strax á Sunnudag og nú tekur við að taka góða syrpu og vinna eins og skepna næstu 3-4 mánuði og þá ætti ég að vera búinn að vinna tapið til baka.Ég er svo heppinn að guð minn hefur séð mér fyrir lifibrauði undanfarið og kann ég honum auðvitað bestu þakkir fyrir.Sennilega finnst honum ég verðskulda eitthvað gott í heimi hér og auðvitað vill hann mér vel eins og öllum mönnum,ég ætla samt ekkert að fara í þá sálma hér núna.
Það er nefninlega svo með mig ég hef mörg áhugamál borga með 2 börnum og allur sá pakki.Og það kostar helling að lifa og ekki vill ég snýkja mig í gegnum lífið eins og margir gera,ég vil vera verðugur launa minna og vinna fyrir mínu og þannig á þetta að vera.Ég hef sko kynnst snýkjudýrum um æfina mikið rosalega er mikið af svoleiðis fólki til.Ég skal samt ekkert dæma neitt meir um það að sinni allir munu jú uppskera eins og sáð er.
Ég á auðvitað eftir að verða smá tómur næstu daga eftir að börnin eru farin og fynnast hljótt heima fyrir,það venst auðvitað eins og allt og þessi mánuður er fljótur að líða.Ég get auðvitað bara verið þakklátur því ef ég væri ekki Íslendingur gæti ég vel verið staddur í Afgan eða Írak í bullandi stríði og væri skipaður þar í 2 ár frá fjölskyldu og vinum,vá það væri sko ömurlegt að berjast fyrir eitthvað land sem vissi ekki baun um hvað er rétt og hvað er rangt í heiminum heldur væri að berjast fyrir einhverjum hagsmunum sem ég á ekkert í þjóð minni til handa.Sem fynndist auðvitað ekkert mál að ég dræpist væri bara smá fórn fyrir málstaðinn sem ég kannski trýði ekkert á.
Jæja læt duga að sinni eigið góða helgi og guð veri með ykkur Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 21:17
Konur koma og fara en Villa lifir með mér allatíð.
![]() |
Reo-Coker kominn til Aston Villa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)