Á hvaða lyfjum ertu gæska.

Já mínir háu geðlækar spurningin er á hvaða lyfjun hún er,og þegar hún
fær ekki búsið og dópið með þessum lyfjum þá fer allt í
vesen.Allavegana held ég að þetta sé málið þarna er auðvitað bullandi
alki á ferð sem hefur aldrei heyrt orðin nei.
mbl.is París flutt af sjúkradeild fangelsisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlleggurinn allur saman kominn.

Komið sæl og blessuð nú er ekki ónýt staða komin upp litli bró sem er reyndar eitthvað stærri en ég er mættur,og auðvitað með allt veiðidótið og gleðina sína í farteskinu.Þá er svo komið að allir karlar eru saman komnir pabbi ég sonur minn og 2 bræður skemmtileg staða.

Ég var að vísu alveg til miðnættis að ná niður börnum mínum til svefns,Grímur bróðir kann að fíflast í þeim svo að fjörið er endalaust,og þá auðvitað vill enginn fara neitt að sofa strax.Við horfðum saman á eina ræmu og þá gátu þessi litlu skinn ekki haldið augunum opnum meir og þau sofa enn.

Það er enn einn glampandi sólardagurinn hér fyrir norðan og allt opið með að gera sér glaðan dag stutt í allt og endalaust hægt að gera fyrir lítil börn hér.Ég var meira að segja að spá smá í að fara jafnvel með þau í hvalaskoðun annað hvort hér eða á Húsavík væri ekki galið.Uppáhald mitt Mývatnsveit er auðvitað ekki langt undan og ég veit Grím langar þar í veiði,spurning hvort fáist dagur það í urriðann.Ég byrjaði sjálfur að fara í veiði með Pabba ekki nema 5-6 ára og drengur minn er að verða 5 og stúlkan að verða 7 svo best er að fara koma þeim af stað.

Ef krakkarnir fengu að ráða væri best að leiga herbergi í sundlaug Akureyrar og skreppa síðan í kjarnaskóg svona við og við,ég enda klórleginn með þessu áframhaldi og eins og Tarsan hvað varðar lit á skrokk hehehe þó vanti nú nokkuð uppá vöðvana,það er ekki mitt meðal að pumpa járni djö hvað mér leiðist það,hendið frekar í mig bolta og ég skal kenna ykkur nokkur trikk.

Jæja læt þetta duga nú fara allir að vakna og best að byrja þjóna börnum sínum eigið gleðilegan dag og megi guð fylgja ykkur í verkum ykkar.Kveðja Úlli.


Pabbi er og verður bestur.

Ég er alls ekki hissa.Áttu góðan föður þá vissulega er hann fyrirmynd dætra sinna hvað annað.
mbl.is Feður geta haft áhrif á makaval kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalmeðferð heldur áfram?

Djö hvað maður er orðinn þreyttur á þessu rugli,á endalaust að ausa peningum í  þetta svokallaða Baugsmál.Þetta er orðið dýrara en barátta okkar fyrir hinu ruglinu að komast í ögyggisráð Sameinuðu þjóðanna.Hvernig væri nú að fara nota peningana í eitthvað þarflegt eins og baráttu gegn hungri og mannréttindabrotum.
mbl.is Áframhald Baugsmáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá líka aðeins innkomu stundum.

Já ekki veitir nú af í endalausu taprekstri.Sem jú kannski einhverntíma skilar einhverju kannski ekki neinu fyrr en deCODE er komin á hausinn,þá verður jú lítið gagn af öllum þessum litningum og hvað þetta lyf sem er í þróun muni og geti gert.Carry on Kári kallinn.
mbl.is deCODE selur fasteignir í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er tækifæri.

Já þarna væri ekki vitlaust að taka smá sjens og sjá hvað setur.Muna bara eitt vera tilbúinn að láta fé liggja ákveðin tíma og sennilega bingó góður aur fyrir smá áhættu.

mbl.is Century Aluminum skráð á First North Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Like father like son.

Komið sæl og blessuð.Ég ætla að blogga nú smá um mannlegt eðli og eins og flestir vita pæli ég svolítið mér til dundurs.Ég fékk gott tækifæri í gær að fylgjast með Pabba mínum vinna og ég hélt alltaf að krafturinn minn kæmi mest frá mömmu,bíb wrong kemur frá báðum.Faðir minn var að leggja flísar í gær á nokkuð stóru svæði og fórum við feðgar saman laust eftir 8 í gær morgun bæði í byko og húsasmiðjuna leygðum okkur flísaskera keyptum lím og auðvitað fúgur.Svo byrjaði ballið lagt skorið límt og hamast,pabbi auðvitað að mestu ég þvældist með börnin og hjálpaði með.Kallinn vann streytulaust allann daginn ég fór með börnin bæði í sund og í kjarnaskóg,þar var ég mest í símanum varðandi kaup á fasteign og síðan um 5 leitið skilum við flísaskeranum í húsasmiðjuna.Þá hafði karl faðir minn ekkert borðað allann daginn,ég skipaði honum að fá sér eitthvað og svo var haldið áfram ég upp og niður með börnin til bróður míns og skoppaði síðan svona á milli hæða vildi auðvitað gera eitthvað gagn.Til að gera langa sögu stutta sofnuðu börn mín um 11 í gærkveldi og pabbi enn að og auðvitað kláraði verkið um miðnætti.Faðir minn er 64 ára öryrki eftir slæmt slys í ráðhúsinu fræga féll niður af stillasa nokkra metra og mölbraut á sér fæturna,samt er þessi maður enn margra manna maki í vinnu og úrræðagóður í öllum sínum verkum enda lærður smiður og getur hreinlega allt.

Mikið rosalega var gaman að sjá hann vinna og kraftinn sem býr enn með honum,það var orðið langt síðan ég sá hann í svona ham og gladdi mitt litla hjarta óendanlega,mikið þykir mér nú vænt um kallinn þó ég kunni illa að segja honum það og hversvegna á ég svona erfitt með að segja honum hversu heitt ég elski hann .Jú sennilega vegna þess að við erum ekki vanir að tala mikið um tilfinningar þær eigum við jú að bera með höfuð hátt og ekkert að röfla neitt um þessi mál að óþörfu.

Jæja verk verður klárað í dag með því að leggja lista og málið dautt og vinnann göfgar manninn segir einhversstaðar og mikið er það nú rétt,eigið gleðilegan dag og megi guð ykkur fylgja og vera náðugur kveðja Úlli.


Málið er auðvitað er sjóðurinn til bóta eða vansa.

Erfitt mál þessi blessaði íbúðalánasjóður sem hefur jú þjónað okkur vel og lengi.Nú er auðvitað spurningin ef hann yrði nú lagður niður.Hver lánar þá pening í öll Krummaskuðin um land allt,sem ekkert bíður nema lepja dauðan úr skel.Engann má fiskinn veiða allur kvóti farinn og rest þekkið þið mætavel.Mér er spurn eru bankarnir tilbúnir að lána í verðlausar eignir og munu þeir þá líka sýna einhverja miskun ef harðnar í ári hjá einstaklingum varðandi greiðslur,eða taka þeir eignirnar trausta taki og selja grimmt sem sumarbústaði sem síðan enginn notar nema 2 vikur á ári.Best er auðvitað að hafa enga skoðun á þessu og láta sérfræðingana um þetta,en hverjir eru þessir sérfræðingar og í hverju eru þeir svo sérfræðingar.


mbl.is Hamlar Íbúðalánasjóður hagvexti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott frí er auðvitað gott frí.

Hæ og hó allir sem einn.Ljómandi fín helgi liðin nú við börnin og mitt fólk erum búin að hafa það alveg eðal fínt um helgina,enda veður búið að vera með besta móti hérna á Akureyri.Við 4 asparar komumst í golf í gær krakkarnir voru bara með og léku sér með kúlur og fengu að slá og hlaupa að vild og við Kallarnir kepptum okkar á milli.Ég spilaði ágætlega 9 holur á 46 höggum og deildi 2 sæti með bróður mínum en Torfi tók okkur á 45 höggum með nýja dræferinn sem hann keypti í ferðinni góðu í wallmart.

Í dag verður vissulega farið í sund og kjarnaskóg börnin elska það og þá auðvitað förum við í hvorutveggja.Og hver veit stefnan er líka tekin á að komast í smá veiði og við feðgar erum að spá í ljósavatni.Kannski er hægt að fá einhverja titti þar og samt aðallega vera í nátturunni og njóta einfaldleika lífsins.Svo frétti ég í gær að yngri bróðir minn ætli að koma fyrir næstu helgi og þá erum við feðgar allir hérna og ekki er það nú ónýtt.

Boltinn er jú kominn á fullt líka og í kvöld eigast við Þór og K.A hugur minn þar er Þórs megin og hver veit nema ég skelli mér á völlinn og sjái góðan leik.Öll mín lið erum saman í 1 deild Njarðvík Þór og Grindavík svo ég fæ helling fyrir peninginn með hverjum leik :)             Sem sagt ég er í fríi og fílaða hreinlega í botn.Læt duga að sinni megi guð ykkur geyma kveðja að Norðan Úlli.


Skildi það vera vegna álags?

Við lifum hratt orðið nú á 21 öldinni.Kannski gerum við svo miklar kröfur til sjálfra okkar og annarra að við hreinlega poppum öll fyrr en síðar.Við verðum að muna að sál og líkami þola ekki endalaust pressu.Oftast er það svo að við komum okkur sjálf í þessar aðstæður.Viljum svo auðvitað bara fá pillu við vandanum og blokkum kerfið bara meira og meira.
mbl.is Alzheimer magnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband