Færsluflokkur: Bloggar
23.9.2008 | 03:49
Þegar hugur minn fer á flakk.
Komið öll sæl og blessuð,ég ákvað að setja inn smá hugrenningar svona til gamans.Ég glað vaknaði áðan eitthvað eftir 3 og virðist eiga erfitt með að ná slökun aftur til að festa svefn.
Það er þannig nú þessa dagana að það liggur mikið við í vinnu minni,og ég vinn sennilega þessa vikuna frá 8-8 og svo verður að finna tíma fyrir að rækta rútínu mína svo mér líði vel,og þar er ýmislegt svona andleg fræði og sjálfrækt í góðum félagsskap margra góðra vina héðan og þaðan.
Það er oft svo með mig þegar mikið liggur við og ég að gera eins vel og best verður á kosið,og eins og nú finnst ég ekki alveg komast yfir allt sem ég vildi í vinnu minni,að hugurinn fer á fleigi ferð í lausnaleit.Ég er að flestum talinn duglegur og kem oftast miklu í verk á ekki löngum tíma.Ég lít auðvitað á það sem kost hjá mér,en svo er ég alltaf að hugsa um hvenær loksins komi nú þessi tími sem ég uppskeri nú efiðið.
Stundum er eins og það bara bætist á sama hversu mikið og vel maður gerir,svo svona þegar ég hugsa upphátt verður engin uppskera ég verð kannski bara endalaust að róa til lands og bar ber lengra frá landi með hverjum degi.Og þó ég er að mjakast í áttina svona til að vera alveg hreinn og beinn með þetta.Kannski er þetta líka svona dæmi ég fæ það sem mér ber,og ef það myndi róast og ég hafa nægann tíma.Myndi mér ekki bara leiðast og ég yrði ekki fullnægður í vinnu,ég er víst þessi týpa sem vill hafa nóg að gera og helst sem mest að gera og á stuttum tíma þannig þrífst ég víst best.
Svo eftir á að hyggja er ég örugglega akkúrat að sýsla við það sem fer mér best,ég bara kann ekki alltaf að meta það sem og ég hef og fæ.Og ekki skemmir að hafa nóg að gera og geta unnið mikið í þessu ástandi sem tíðkast einmitt nú um stundir.Vona ég nú samt að ég þurfi nú ekki að vinna 65 stundir á viku til að komast af endalaust.Það væri örugglega svaka lúxus að vinna svona 40 stunda viku og komast af,eins og flestir nágrannar okkar íslendinga gera.
Kannski skapast þannig aðstæður hér einhvert árið,og við lærum að fara okkur hægar og meta það sem við höfum ekki hvað okkur langar endalaust í að kaupa,svo auðvitað þarf ég ekkert að fara erlendis 2 á ári þó gaman sé.Það er ekki nóg að eiga allt milli himins og jarðar ef enginn er tíminn til að njóta þessarra hluta vegna anna í vinnu við að borga þá.
Þetta var svona létt hugrenning snemma dags hjá mér,um það leyti er hausta tekur,megi góður guð með ykkur vaka.
Bestu kveðjur Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.9.2008 | 00:31
Ég var víst klukkaður.
Það var og ég var klukkaður af vini mínum Tedda og ekki get ég verið þekktur fyrir að sleppa áskorun frá þeim væna pilti.
4 Störf sem ég hef unnið.
Prjónameistari forritaði og keyrði prjónavélar.
Háseti á línubát(það var nú meira puðið).
Rennismíði í ryðfríu stáli.
Verkstjórn í Glugga og Hurðaverksmiðju.
4 Bíómyndir sem ég held uppá
Matrix serían.
Hringadróttinsaga.
Saving Ryan.
The Jerk.
4 Staðir sem ég hef búið á.
Akureyri þar er ég fæddur.
Tampa Florida.
Hvammstanga.
Ísafirði.
4 Staðir sem ég hef heimsótt í fríi.
Tæland.
Bandaríkin.
Tyrkland.
Spánn.
4 Sjónvarpsþættir sem ég hef mætur á.
4400.
X-Files.
Little Brittan.
The Office.
4 Vefsíður sem ég sæki oft.
mbl.is
nitro.is
Textavarp.is
Wikipedia
4 Réttir í uppáhaldi.
Hamborgarahryggur.
Kótilettur í raspi með alles.
Ofnbakur fiskréttur í góðu gumsi.
Borða mig pakksaddann og sleppi kvöldmat þegar ég kemst í góða tertuveislu.
4 Staðir sem ég vildi vera á núna.
Cairo Egyptalandi.
Kinston town Jamica.
Dubai.
Las Vegas U.S.A
4 bækur sem ég les aftur og aftur.
AA-bókin.
12 spor og 12 erfðavenjur.
Biblían.
Heimsatlas henni fletti ég oft.
4 Bloggarar sem ég klukka hér með.
Rósa Aðalsteinsdóttir.
Linda (vonin)
Gunni Lax.
Mummi Guð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.7.2008 | 20:28
Eitthvað er þetta orðið dauft
hjá mér þetta blessaða blogg,ég satt að segja bara nenni þessu ekki orðið.Sennilega hef ég enga þörf á að deila neinu hjá mér við umheiminn.
Ég auðvitað byrjaði að blogga,svona til að koma frá mér hinu og þessu sem nagaði sál mína á þeim tíma.Svo auðvitað eignaðist ég nokkra bloggvini sem eru mér kærir og munu verða áfram.En ég held að það henti mér betur bara að hringja í þessar mannverur við og við.
Ég er búinn að vera síðan ég kom að norðan að lesa blogg þeirra sem ég fylgist alltaf með,en síðan þegar kemur að því að setja inn athugasemd,þá bara er eitthvað sem segir mér að sleppa því.
Og ég er þessi týpa sem er oft að sleppa takinu á hinu og þessu,sjálfsagt er best að sleppa takinu á þessu líka.Ég er að öðlast hugarró og kannski þarf ég ekkert að láta neitt uppi við einn né neinn.
Það er gott að vera ekki að leita að einu eða neinu,vera bara sáttur við sitt og leyfa lífinu að hafa sinn gang,ég þarf svo sem ekkert að kryfja þetta eitt eða neitt mér bara líður svona þessa dagana.
Þetta hefur verið góður og skemmtilegur tími,en ég ætla að parkera honum um sinn.
Megi góður guð ykkur fylgja í lífi og starfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.7.2008 | 08:29
Þegar loksins tími kemur til að slappa af.
Nú er að koma að því að ég fái mitt langþráða frí,Systir mín elskaða og hennar maki og börn koma til landsins á miðvikudag.Ég tek að þessu sinni 3 vikur í frí og munum við ég og börn mín ætla að eyða viku af þessum tíma fyrir norðan á Akureyri.Að öðruleyti hefur ekkert verið planað,að vísu á ég síðan bara von á því að slappa af og renna í svona skottúra eitthvað með börnin mín.
Málið er að ég er búinn að ofgera mér undanfarið í vinnu og aukavinnu,og ég virðist hafa lag á að koma mér oft í svona stöðu,að finna ekki tíma fyrir tómstundir.Stundum er ég farinn að halda að vinna sé mitt mesta hobbí(eins bilað og það nú er).Geymslur mínar og bílskúr eru fullar af veiðistöngum flugustöngum,golfsetti keilukúlu Harley mótorhjóli og allskonar svona dóti sem síðan safnar bara ryki.
Það er svo skrítið að ég leggji mikið á mig svo ég nú geti veitt mér allskonar munað,en síðan bara verður enginn tími eftir til að notast við þetta drals.Hér og nú er ég að skrifa þetta af heiðarleika til að skoða sjálf mitt,ég verð stundum svo blindur á mig og hvernig persóna ég er og á hverju ég þrífst best og hversvegna svo er .
Ég hef mjög gaman af fólki og að skoða fólk,drekk oft í mig allskonar stúderingar sem enginn virðist vera neitt að pæla í.Svo er nú eitt með þetta blessaða frí verð ég ekki bara glaðvaknaður alla morgna kl 6 og bíð svo eftir að hinir vakni,ég er alltaf að segja við sjálfan mig að ég ætli sko að sofa út þá loks að ég sé ekki að vinna.Það bara gerist svo sjaldan ég sofi eitthvað út næ þessu 6 tíma beit og bang glaðvaknaður.
Sennilega verð ég bara að æfa mig í þessu eins og öðru,og þá kannski kemur þetta einn daginn hjá mér að hreinlega kunna að eiga frí og gera bara ekki neitt.En þið sem lesið þá er þessi færsla ekki um neitt nema bull hjá mér,svo mér gangi kannski betur í fríi mínu að hafa það gott.
Lifið heil og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.7.2008 | 14:01
Greiningadeild Úlla.
Bankastjórn Seðlabankans hefur ítrekað lýst því yfir að háum stýrivöxtum sé ætlað að varna víxlhækkun verðlags, launa og gengisvísitölu og koma í veg fyrir að háar verðbólguvæntingar festist í sessi, og væntum við þess að þau skilaboð verði endurtekin nú.
Ég vil nú sjálfur koma fjármálakerfi heimsins á óvart,og hreinlega lækka nú strax um 50 punta sem sagt vera á undan áætlum og setja stýrivexti í 15 %. Þar með komum við öllum á óvart og hreinlega mun krónan styrkjast við þessar óvæntu lækkanir sem enginn sá fyrir, og þar með hefjum við lækkunnarferlið strax.Og með þessu plani er óhætt að segja að vextir væru komnir niður í 14% um áramót.
Ég er auðvitað bjartsýnn og tel að þetta sé alls ekki óraunhæft hjá greiningadeild minni,við strákarnir í deildinni höfum verið að vinna mikið að undanförnu í að koma skútunni til hjálpar(því okkur hefur sýnst ekki veita af) og hef ég verið að reikna mikið undanfarið hagkvæmi þess að flýta ferlinu og þannig ná verðbólgumarkmiðum fyrr,svo allir samningar lendi ekki á borði sáttasemjara of snemma.
Með þessum skilaboðum til þjóðar og heims allann,mun fólk sjá að við erum að vinna að marki og höfum stefnu sem tekinn er mark á.
Læt þetta duga að sinni lifið heil,og sparið.
Bestu kveðjur Úlli.
Spá óbreyttum stýrivöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2008 | 06:45
Ég vil fá að þakka
Sjónvarpinu fyrir þeirra framlag allt varðandi Evrópukeppnina í fótbolta,sem lauk í gær með sigri Spánverja.
Ég ætla ekkert að fara í þá sálma hvaða lið þetta og hvaða lið hitt,heldur bara fannst mér sjónvarpið standa sig í alla staði frábærlega.Þátturinn hans Þorsteins J hefur verið ómissandi hluti af að fylgjast með þessu móti.
Svo ég segi enn og aftur drengir og stúlkur á ruv takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2008 | 15:48
Þýska stálið mun taka á móti
Tyrknesku baráttuhundunum í kvöld.Ég ætti kannski bara að sleppa að spá í hvernig fer,því ég hef klikkað svo feitt með þessa Evrópukeppni í spám mínum.
Sem sagt ég segi að Þýskarar muni stöðva í kvöld þetta undragengi Tyrkjanna og vinna þá,þar með vinnur sennilega Tyrkland og og keppir til úrslita um helgina.
Mér er nokk sama hvort liðið vinnur svo framalega sem þetta verður skemmtilegur leikur,og veislan haldi áfram,því ég hef ekki séð nema einn leik sem ekki var fyrir augað og það var leikur Ítala og Spánverja.
Svo vona ég að spánverjar tapi síðan fyrir Rússum í hinni viðureigninni.
Allavegana áfram knattspyrna á heimsmælikvarða.Lifið heil,bestu kveðjur Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.6.2008 | 08:34
Ég ætla að leifa mér að spá
fyrir um úrslit í leik dagsins,það mun vera viðureign Portugals og þýskara.
Hér fara saman tvö lið sem ég hef löngum haft miklar mætur á,held samt með Portugal í þessari keppni ásamt að vera sáttur við að sjá undradrengina frá Hollandi komast langt.
Ég hef tilfinningu fyrir að þessi leikur verði svakalegur,fer rólega af stað og svo verður þetta botnlaus barátta og sóknarbolti af bestu gerð.
Jæja best að koma sér að efninu Portugal vinnur þennann leik og spá mín er 2-1.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.6.2008 | 21:45
Pistill Greiningadeildar Úlla.
Jæja eins og ég víst lofaði,þá er best að svíkja ekki sjálfan sig og koma með pistil minn um efnahagsmál.
Mig langar að koma með smá dæmi um hvað það kostar mig að eiga þak yfir höfuð mitt og minna.
Ég að vísu er mjög heppinn maður og skulda svosem engin ósköp,og er það að vísu mér að þakka sjálfum í hvernig ég kaupi og sel.Málið var að þegar ég keypti mína fyrri eign hér í Reykjanesbæ eftir skilnað gat ég yfirtekið lán frá Landsbanka með hinum geysivinsæla 4,15 % vaxta láni og hljóðaði þetta lán þegar ég tók við því uppá einhver 8,5 millur.
Gott og vel þetta mun vera í april 2006 og ég flyt inn í júli sama ár,ég sel síðan þessa eign ári síðar í mai og flyt strax úr eigninni.Ég reyndi auðvitað að vera hagsýnn og fékk að flytja með mér lán mitt góða frá Bankanum yfir á núverandi eign,því með svona díl tókst mér að sleppa við að taka nýtt lán með þeim kostnaði sem slíkt ber.
En til að gera langa sögu stutta vil ég í þessu árferði sem við búum við og þessum efnahagsmálefnum okkar sem tíðkast ekki víða hvernig staðan á þessu láni var fyrir mánuði síðan og svo hvernig hún er nú,og ég veit að svona er þetta um allt land(hjá þeim sem auðvitað skulda í húsum sínum).
Ok hér hef ég gjaldseðil 15.mai 2008 þá kemur upp á seðli mínum eftirstöðvar með verðb.eftir greiðslu kr:9.341.136,00 gott og vel lítum síðan á seðilinn sem kemur mánuði síðar hann er eftirstöðvar með verðb.eftir greiðslu kr:9.650.545,00 sem sagt 15.júní hefur þó ég borgi rúmar 42.000 þús hækkað um rúm 300.000 þúsund krónur.
Þetta er staðan sem við lifum við og ég ætla ekkert að vorkenna mér neitt ég hef ágætislaun,en fyrir vikið vorkenni ég bönkum ekki baun í bala,og mig breytir engu um hvort þeir fari á hausinn eða ekki.Því ég veit að margt ungt fólk er að fara á hausinn og þeim er ekkert hjálpað neitt af ríkinu og bönkunum svo því ætti fólkið að bjarga þá bönkum.Svo vil ég taka fram að mikið af fólki tók erlend lán sem síðan féllu um 30% og þá urðu 20 milljónir að 26 milljónum á einum mánuði.Gott að hafa Íslenska krónu eða þannig.
Svo ekki sé talað um bílalánin okkar sem hafa hækkað mikið einnig og matvara olía og svo má lengi telja enda verðbólga ein 14 % og stýrivextir 15,5 % og allt verðtryggt.Jesú kristur segi ég bara svei mér þá.
Svo kannski fáið þið smá innsýn í afhverju ég vil ganga í ESB og hvers vegna ég er ekkert voða stoltur af þessari krónu okkar,því með henni eigum við ekki sjens í helv.........Svo erum við alltaf að tala um miðin okkar,ég veit ekki betur en að við þurfum að versla kílóið af fiski úr búð á yfir 1000 kr.svo hvaða máli skiptir það mig hver mun veiða hann því ekki fæ ég af honum krónu og hef aldrei fengið.
Vonandi hefur þessi pistill fengið ykkur til að hugsa smá og þið farið að reikna og þegar maður vaknar af blundinum,er best að afpanta ferðina út og nota peninginn til að borga höfuðstól.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.6.2008 | 14:46
Greiningadeild Úlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)