28.2.2007 | 06:57
Góðan og blessaðan daginn.
Komið öll sæl og blessuð.
Ég á von á annasömum degi líkt og flestir dagar mínir eru,sit reyndar hér nú enn á slopp og er að fara græja mig fyrir daginn,þegar ég er búinn að færa inn þessa færslu er best að koma sér í föt og klára morgun verkin,koma sér svo í 10-11 og kaupa sér ferska ávexti og drykkjarföng og auðvitað skyr og rjóma.
Ég þarf að reyna finna lausn á að koma móður minni heim frá the shitty u.s.a,mér skilst á henni að hún komist ekki heim gegnum Minneapolis eins og hún kýs fyrr en 15.mars.Það gengur enganveginn hún er búin að fylla 2 töskur af fötum og dóti og vil þessi elska fara komast heim.
Svo er auðvitað vert að reyna kaupa miða í forsölunni á Deep Purple,það er ein af þessum gömlu góðu sem ég hef ekki séð enn og er ég búinn að sjá þær margar,ég var meira að segja á Woodstock 1999 30 ára afmælisdæmi,þvílík veisla en svo fór allt í klessu þarna síðasta daginn á sunnudeginum þegar Red hot chilli peppers voru að klára,kveikt í öllu pleysinu.
Jæja en ég ætla að hafa þetta góðan dag eins og mér er frekast unnt,það er ég sjálfur sem stjórna líðan minni enginn annar.
Virðingarfyllst Úlfar B Aspar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.