Fékk svar við tryggingum í dag.

Það er svolítið skondið,ég var eins og margir vita í las vegas um áramót,og varð þar fyrir smá slysi og hef verið óvinnufær síðan ég kom heim,ég keypti miðana mína á gullvísa kortið mitt,auðvitað til að safna punktum og Tryggingamiðstöðin sér um tryggingar fyrir vísa.

Nú ég gerði auðvitað skýrslu sem ég sendi inn í netið,svar þeirra er að þau borgi bara spítalakosnað úti,nema ég verði dæmdur öryrki eftir þetta slys,nú til að gera langa sögu stutta,gerðist þetta rétt áður en ég kom heim og ég vil helst ekki fara til neinna lækna nema hérlendis,því við eigum marga færustu lækna heims hér,svo auðvitað harkaði ég af mér þessa 3 daga áður en ég átti flug heim svo ég gæti látið skoða mig hér heima og fá bót minna mála hér heima.

Svona eru flestar tryggingar okkar,ekki skrítið að tryggingafélög græði á tá og fingri,enda er í smáletrinu alltaf einhver fyrirvari svo þú fáir helst ekki neitt,því segi ég best væri að fá að hafa engar tryggingar og sjá um sig sjálfur nú ef ég geri tjón þá bara verð ég gjaldþrota og við stefnum hvort sem er þangað mörg okkar,því það er bankinn og greiðsluþjónustan sem á okkur hvort sem er.

Mig hlakkar mikið til þegar verðbréfahrunið verður algert og allt í klessu þá verða öll bréf einskisverð og best að geyma peninga á hávaxtabókum og eiga vissulega nóg á debid til að getað átt fyrir mat og nauðsynjum,ég spái hruni fyrr en seinna mér er nokk sama hvað einhverjir bankakallar segja þeir vita yfirhöfuð ekkert um framtíðina hvort sem er,en enginn er spámaður í sínu föðurlandi stendur einhverstaðar,svo sennilega verð ég farinn eitthvað annað þegar að því kemur,og mun hlæja mig máttlausan,best væri þá að vera bara í noregi eða einhverstaðar hér í Evrópu.

Jæja læt þetta duga að sinni,passið ykkur á að lesa vel allar tryggingar sem þið eruð búin að kaupa.

 

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband