5.3.2007 | 06:27
Vinnuvikan hafin.
Komið öll sæl og blessuð.
Jæja þá er kominn blessaður mánudagur og vinnuvikan að hefjast,mér hefur aldrei leiðst mánudagar,sérstaklega ef ég hef haft nóg fyrir stafni,hitt leiðist mér að hafa ekkert að gera en ég finn mér nú oftast nóg að gera,til blessunar er ég þannig gerður.
Ég átti alveg ljómandi góðan dag í gær,slappaði af mest heima við og las og horfði á enskaboltann og í gærkveldi fór ég að sjá mína menn í Njarðvík taka á móti Haukum og auðvitað mér til gleði vannst sigur þar,nú svo fengu strákarnir deildarmeistara bikarinn og var mjög ánægulegt að sjá gleðina hjá stuðningsmönnum Njarðvíkur,ég er svona í þessu yfirleitt af lífi og sál og læt oftast vel í mér heyra en í gær var það óþarft og reyndar mjög vel dæmdur leikur,sem mér finnst nú ekki svo oft vera þegar mínir menn eru annarsvegar,jæja hvað um það nú verð ég að fara koma mér í morgunverkin og gera mig klárann fyrir vonandi annasaman dag hér í Reykjanesbæ þar sem ég hef búsetu þetta árið í það minnsta.
Virðingafyllst Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.