Miskun

Komið öll sæl og blessuð,ég hef verið að spá í hvað felst í orðinu miskun og hversvegna ég ætti að miskuna þeim sem aldrei hafa miskunað mér.

Ég hef aldrei fengið eitt eða neitt gefins hér í þessu þjóðfélagi,nema frá mínum nánustu og vinum,en frá ríki og samfélagi hef ég bara fengið að borga og borga og aldrei fengið neitt nema skít og skammir,ég segi nú ég sæki allt sem mér ber núna ég skulda Íslandi ekki neitt en Ísland skuldar mér mikið og eins og drottinn segir,Drottinn gaf og Drottinn tekur.Þarna er átt við gjöf guðs til þín og ef þú vanvirðir gjafir hans,áttu þær ekki skilið og hann mun að endingu taka aftur það sem honum ber,ég get alveg sagt ykkur að ég hef sko fengið minn skerf af gjöldum og skildum í formi sekta og skatta hér á landi og verið tekinn(ósmurt aftur og aftur)þið afsakið orðbragðið en lýsingin á vel við.Ég ætla ekki að gefa eitt eða neitt lengur í þetta spillta samfélag okkar og sækji það sem mér og mínum ber,ég er mjög lögfróður maður og veit sko alveg hvað ég er að gera,sannleikurinn er alltaf sagna bestur og einhver verður að segja hann,hann er oft sár en hann mun ávallt koma fram fyrr eða síðar.

Það munu allir þurfa að uppskera eins og þeir hafa sáð og ég ætla að uppskera eins og ég hef sáð á þessu herrans ári 2007,eins og ég hef sagt ég skulda engum eitt eða neitt en margir skulda mér og ég vil innheimta eitthvað af því,en munum eitt sem jesú kenndi okkur,og það er faðirvorið okkar sem ég mun nú skrifa til að minna mig á.     Faðir vor þú sem ert á himnum helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki verði þinn vilji á jörðu sem og á himni gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem við fyrirgefum vorum skuldunautum,eigi leið oss í freisni heldur frelsa okkur frá illu,því þitt er ríkið mátturinn og dýrðin að eilífu amen.´

Ég hef reynt að lifa undir þessum skilmálum allt mitt líf,og ég er orðinn þreyttur mjög á hvernig komið er fram við þá sem erfiða,og reyna eins og frekast er unnt að gera sitt besta,vertu launa þinna virði og þeir sem ekki vinna fyrir kaupi sínu eiga ekkert gott skilið,allir eiga rétt á sínum launum smáum og stórum,og enginn er svo mikilsverður að hafa 100föld verkamanna laun,það er sko alveg ljóst í mínum huga, margur verður að aurum api, og þeir fyrstu verða síðastir og síðastir fyrstir,ég veit ekki hvort nokkur skilur þessi skrif mín,mér er nokk sama ég skil mig og það er nóg.  Eigið góðan dag gott fólk og munið börnin hafa það frammi sem fyrir þeim er haft.

Virðingafyllst Úlfar B Aspar.                                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband