8.3.2007 | 06:49
Frelsi.
Góðan dag mín kæru.Í dag langar mig að skrifa um frelsi,og hvað það að vera frjáls merkir í mínum huga,gleymið ekki að hugur manns er öflugt verkfæri sem auðvitað má nýta til góðra verka sem og slæmra,í öllum mönnum er gott og illt,bara spurning hverju ætlar þú að þjóna jing,jang +,- upp,niður hægri,vinstri.minn guðdómur er hægramegin í mér og hið villta dýr býr í mér vinstramegin.
Nóg um spekina,það að vera frjáls er að getað tjáð tilfinningar sínar óhikað,elskað eins og vitlaus maður,þegar ég elska þá hrópar hjarta mitt á viðkomandi konu,og án hennar er ég bara hálfur og sakna þessvegna míns betri helmings,ég hef verið heppin með konur sem ég hef kynnst og margar þeirra elskaði ég heitt á okkar tíma.
Frelsi er að vera sinn eigin herra,sofa nakin getað dansað í stofunni eða í Kringlunni með ipod á hausnum,geisa um á stóru motorhjóli,ég á Harley Davidson sportster 1200,og sumarið mun rúla feitt,með vindinn í fangið, sól í heiði og fuglarnir fljúgandi allt um kring,hestafólk að ríða út kindur og beljur í haga,hvað getur verið betra koma síðan heim og skella lambakjöti á grillið hitta ástvini og félaga og eiga notalega stund með ástvinum,ekki væri verra að hafa heitan pott í garði sínum,geta slakað á eftir yndislegan dag og látið allt streyma úr sér í kvöldkyrrðinni,fara svo sáttur og friðsæll í ból sitt.
Það eru fáir menn á Íslandi frjálsir og geta gert eins og hjarta þeirra kýs,því það er endalaust verið að setja á okkur ný lög,og í sumar munum við ekki fá að reykja nema helst í felum,en dópið í lyfjaformi og áfengið mega fljóta um allt,ég tala nú ekki um hitt hið ólöglega,mig langar samt að minna fólk á að flest dóp er unnið úr jurtum sem vaxa frjálst um víðan heim,það er ekkert að jurtunum heldur hvernig við notum þær,konur í kólímbíu hafa tuggið kókablöð alla tíð Indjánar um allann heim hafa reykt gras svo lengi sem elstu menn muna,það var ekki fyrr en hvíti maðurinn kynnti þeim áfengi sem þeir misstu allt í vitleysu og auðvitað notaði hvítimaðurinn sér það óspart,svona get ég haldið áfram endalaust.Guð gaf manninum frjálsan vilja til að gera eins og hann kýs og þessvegna er ástandið svona í heiminum eins og það er,og hér á jörðu rúlar hið illa afl og það er barist um hverja sál og hver sem ekki trúir hann lendir auðvitað í helvíti og þar fá margir að dúsa,ekki ætla ég að syrgja þá.
Ég ætla að reyna að lifa lífi mínu frjálst eins og mér er frekast unnt og verð auðvitað að kunna mér hóf og framkvæma ekki allar mínar langanir í mannaviðurvisst,heldur draga mig í hlé endrum og sinnum,skrepp þá í golf eða göngu,sund eða hvað sem er fer á völlinn og dreifi huga mínum í eitthvað uppbyggilegt.
Eigið góðan dag.
Virðingafyllst Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.