Annasamur dagur að kveldi kominn.

Gaman að sjá að ég hef fengið fullt af heimsóknum í dag á bloggið mitt,og ég er rétt að byrja. Ég er búinn að hafa sko nóg fyrir stafni í dag þó óvinnufær sé,nú ég var búinn að lofa móður minni fyrir löngu að reyna laga bílinn hennar og massa hann fyrir hana,ég byrjaði í dag og hálfnað verk þá hafið er,móðir mín er enn í Ameriku en væntanleg á næstu dögum,svo fór ég með pappíra í verkalýðsfélagið mitt vegna meina minna,sinnti húsfélaginu mínu sem ég er gjaldkeri í smá,skráði bíl minn á tvær sölur hef hug á að skipta og hver veit hvað ég geri þar,og svo auðvitað verslaði ég fyrir helgina,því ég verð með börn mín tvö um helgina og þá er oft glatt á hjalla,ég elska ekkert heitar en þessi börn og móður þeirra.

Svo er auðvitað komið að því að slaka á í kvöld og sinna andlegum verkefnum mínum,sem ég hef unun af ég get rætt guð minn jesú endalaust og þarf ekki að sofa ef því er að skipta í þeim málum ég hef oft vakað mikið og ég tala nú ekki um þegar ég var í neislu,svaf ekki heilu og hálfu vikurnar,það er önnur saga sem ég fer ekki nánar út í hér.

Eigið öll gott kvöld og verið góð hvert við annað.Virðingafyllst Úlfar B Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband