12.3.2007 | 11:51
Lög.
Mig langar svolítið að skrifa smá um lög og lögfræði,sko eins og ég sé þetta þá eru lög ekkert nema sannleikur,sá sem hefur sannleikann að leiðarljósi hefur ekkert að hræðast og getur þar með varið sig sjálfur fyrir rétti kýs hann svo.
Lögfræðingar taka mikið fyrir sína þjónustu og ég vildi síður þurfa að kaupa slíka þjónustu,en með öllum okkar lögum og reglugerðum er mér ekki fært að gera svo,ég kem alltaf að vegg sem mér er ekki fært að komast yfir nema fá mér lögfræðing,jæja fyrst svo er verð ég víst að gera svo en það þýðir ekki að ég geti ekki varið mig sjálfur Lögfræðingurinn vinnur jú fyrir mig,og ég kem öllum upplýsingum til hans,því eins og móðir mín kenndi mér þá geymi ég allar kvittanir og gögn og set í möppur eða á góðan stað þangað til að ég þarf að nota þær.
Ég heyrði brandarkallinn Guðna Ágústson segja á þingi um daginn að það þyrfti 2 í tangó og hann biði stjórnarandstöðunni upp í þennann fína dans,eins er í lögum þegar einhverjir deila þá auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum og sannleikurinn er alltaf sagna bestur,ég segi mína sögu og svo þeim er ég deili við mun segja sína sögu,enginn fær neitt frítt það er mitt innlegg í svona umræðu.
Svo er auðvitað þegar sátt er gerð og ef einhver verður,þá segi ég að báðir verði að vera sáttir annars er engin sátt,þú getur ekki bara tekið og tekið og gefið ekkert til baka svoleiðis fólk eru þjófar í mínum augum og eiga ekki skilið þær gjafir er Guð þeim gaf,Guð gefur og Guð tekur aftur ef þú vanhelgar nafn hans og lögmál,láttu engan eiga inni hjá þér eitt eða neitt vertu verður eða vertu úti og hafa skal það sem rétt reynist enginn maður er öðrum manni meiri við erum öll börn Guðs og verðum að virða það.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.