Er mál mitt varða.

Komið öll sæl og blessuð.Mig langar að skrifa smá um hvað mér finnst.Ég er skilinn við sambýliskonu mína eins og fram hefur komið,en það þýðir ekki að elski hana ekki enn,ég hef ekki verið við aðra konu kenndur síðan ég skildi við hana og það er val mitt að svo sé.

Ég get alveg sagt afhverju svo sé, ég er maður sem er að reyna mitt besta í að halda lögmál guðs og það er að maður og kona séu eitt hold,ég get auðvitað ekki neitt konu til að elska mig,en ég vil bara ekki horfa uppá hennar syndir,ég hef nóg með minar og afhverju þarf ég að gera það.Á að neyða mig til að viðurkenna ranglæti annarra ég get ekki skilið afhverju ég má ekki samkvæmt lögum fylgja trú minni og sannfæringu,ef ég vil ekki hitta fólk sem er fullt af synd þá vil ég það ekki þetta er ekki svo flókið eða hvað,ég er búinn að vera í mörg ár að hreinsa minn skít og svo reyna allir að dæla sínum líka á mig,hvaða yfirgangur er þetta eiginlega ég hélt ekkert framhjá mínum fyrrverandi konum,og á ég svo að samþykkja það að mín fyrrverandi kona sé komin í náið samband með manni,sem sjálfur gat ekki haldið í sína konu.

Ég bið um skilning á því sem mér er fyrir bestu og mátt til að framkvæma það sem ég er fær um að framkvæma,ég trúi ekki á skilnað og ég vil að fólk virði það að ég vil heiðra lögmálið og það má ekki neiða mig til að horfa á annarra syndir,ég elska börn mín afar heitt og ekki blanda þeim í minn skilnað ég get ekki horft uppá framkomu sem traðkar á mér og rétti mínum,kannski er ég bara trúboði sem vinn í AA samtökunum og ég ætla ekki að hætta því svo lengi sem ég lifi,þetta er réttur minn til lífs míns,mér er alveg sama hverju aðrir trúa ég fer eftir því sem ég trúi,og finnst ég ekki vara að gera neitt rangt.

Elskið hvert annað í Jesú nafni.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband