15.3.2007 | 10:24
Komið víða við.
Komið sæl enn á ný.
Nú langar mig að skrifa smá um hvar ég hef að mestu menntast,ég hef ekki Háskólagráðu,né framhaldsskóla menntun,en ég er duglegur drengur góður,ég byrjaði eins og margir krakkar að vinna smá í vinnuskólanum sem krakki,ég fékk að fara ungur í garðyrkju setja niður kartöflur og kál og auðvitað að reita arfa sem í beði mínu voru,ég vann í fiski sem ungur drengur og maður,hef farið á línubát hjá Vísi í Grindavík,var ekki fyrir mig,hef reynt sölumennsku leiddist það mikið.Ég vann árum saman í Prjónamennsku og endaði það sem Verkstjóri og forritari í munstrum,ég kann að gera við saumavélar,prjónavélar,kasettutæki,hef tekið úr í sundur og sett saman á ný,Ég vann lengi í gamla Ramma seinna Hurðir og Gluggar staðsett í Innri Njarðvík endaði þar á að vera flokkstjóri yfir Véladeildinni,síðast vann ég í Martak í Grindavík og lærði smá að sjóða og svoleiðis,en var aðallega á renniverkstæðinu með góðum félaga sem ég nefni ekki á nafn og við sáum líka um Vatnskurðarvélina Sænsku,ég hef farið á námskeið í prjóni,byggingariðnaði,rennismíði og fræsnun,numið í Þýskaland,Englandi,Bandaríkunum lærði þar allt um C.P.R hjálp í endurlífgjun,blása hnoða og gera skildu mína sem maður ég hef auðvitað lyftarapróf bílpróf og þessháttar,en ég þjóna ekki bílum þeir þjóna mér,bíll er ekkert annað en vélræntform á hesti,hjólið mitt er til dæmis 77 hestöfl,ég hef ferðast víða til Tælands og stútaraði þar smá í Búddafræðum,ég hef unnið með Egyptum og þekki til Allah,Systur mín er gift Íraka sem er Flugvélavirki,yndislegur maður og drengur góður,ég þekki Mexíkana og Índjána sem ég hef kynnst í henni Ameriku,farið til flestra Evrópuríkjanna og er á leið til Bandaríkjanna í mai,til Noregs í Júní eða Júlí,og um næstu Áramót ætla ég til Egyptalands í mína pílagrímsferð og mun ferðast með Manni sem talar málið,ég vil ekki ferðast öðruvísu því ég læri ekkert á að ferðast bara með Íslendingum,það er nóg af þeim hérna heima.
Ég get glaður sagt ég er rétt að byrja að lifa lífinu lifandi og allgáður,vakandi í anda og vissulega hress og kátur,ég hef unnið hörðum höndum fyrir mínu,og mun gera svo áfram eins lengi og ég lifi,ég dái Immanúel,mikaella,Gabríella,og alla mína góðu anda,Satan hefur engin tök á mér lengur og ég leyfi honum ekki að valsa í mínum húsum,honum er ekki boðið þar inn með sinn skít og viðurstyggð því hann þrífst á lyginni og ég reyni að bera sannleikann fram á borð þeirra sem vilja heyra.
Megi Guð ykkur geyma og Jesú ykkur vernda að eilífu amen.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.