17.3.2007 | 10:43
Gullforði okkar í seðlabankanum.
Komið enn á ný sæl og blessuð.Jæja þá byrjar kosningabaráttan á fullu eftir helgina og það verður mikið barist um atkvæðin okkar,ég segi bara Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem ætla að kjósa sína flokka aftur,munið þar með styðjið þið ákvörðun Davíðs og Halldórs um hinar viljugu þjóðir ég mun aldrei framar kjósa slíka flokka og er það val mitt.
En nú vil ég skrifa smá um hvað er verðmætt og hvað ekki,ég legg til að þeir sem ná meirihluta í vor kaupi meira gull og noti peningana og pappírana til þess,því peningar eru að mestu bara orðnir pappír og bréf,og kannski einn daginn bara nothæft til að skeina með,hver veit?en Gull er hægt að versla með um allann heim og eins eðalsteina,ég ætla sjálfur að reyna safna slíku eins og mér verður frekast unnt,því ég borga auðvitað alla mína reikninga með bros á vör um hver mánaðamót,ég vil ekki safna skuldum heldur getað staðgreitt það sem mér ber á hverjum tíma,það kallast að standa sín skil.
En auðvitað er ég bara ein rödd hrópandi í eyðimörkinni og kannski vill enginn hlusta þá það, verði hverjum manni það frjálst,en ég mun aldrei láta deigann síga og gera eins og ég get ég tel það skyldu mína sem maður að reyna að bera minn sannleik á borð og ég uppsker eins og ég sái,sái ég bara skít þá uppsker ég bara skít,ég hef alltaf sagt það,hver er sinnar gæfu smiður og ætti ég að þekkja það Faðir minn er smiður góður,og móðir mín safnari mikill og hef ég lært mikið af þeim um æfi mína,því þau eru gott fólk sem hafa unnið hörðum höndum allt sitt líf og gefið af ást það sem þau hafa gefið,ekki er það magnið sem skiptir öllu heldur hugurinn sem fylgir áttu ekki auð,skaltu gefa tíma þinn og vera til staðar þegar kallað er á þig eftir hjálp,lærðu að hlusta og lærðu að tjá þig því hugur þinn er mikið verkfæri og þér er allt í heimi hér fært bara ef þú trúir.
Megi Guð ykkur vernda og náð Jesú ykkur fylgja um ókomna tíð.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.