Svona svona Úlli.

Komið öll sæl og blessuð,ekki er nú blíðan úti í dag en hvað um það þá bara held ég mig mest inni og í bílum í dag.Gærkveldið var alveg grand við átum spiluðum spjölluðum og áttum bara eðal kvöld,ég segi ekki hver hafi nú tekið pottinn í gær,það skiptir engu máli.

Ég mun nú skrifa smá um mig sjálfan,alveg frá því ég hef verið lítill drengur hefur verið sagt við mig svona svona Úlli engan æsing,og sjaldnast er ég eithvað æstur ég er bara með mjög leikræna tjáningu,en auðvitað get ég rokið upp þegar nýðst er á mér eða einhverjum sem mér er kær,en ég er jafnfljótur niður aftur,og get alveg fyrirgefið öðrum,enda er ég Kristinn maður og ég bið fyrir öllum mönnum og dýrum,þegar ég geng til náða.En ég skil ekki afhverju fólk segir mér alltaf að koma níður á jörðina og slappa af,það er ekkert fjör hér miðað við þar sem hugur minn er yfirleitt,ég segi nú bara við ykkur svona svona sjálf og reynið að skilja að ekki eru allir eins, ég er bara ég og fer ekkert fram á að vera þú vert þú bara þú sjálf(ur) og ég skal vera ég þá verða allir sáttir,ég er nú ekki vanur að lofa einhverju og svíkja það síðan ég reyni að vera orða minna maður og ef ég segist ætla að gera eitthvað geri ég það,og ætlast því að aðrir geri eins,ég er stundvís og hef ekki oft komið of seint ef mín er beðið,en ég er alltaf að bíða eftir einhverju eða einhverjum sem síðan stendur ekki við orð sín og lætur svo ekki einusinni vita.Ég heyri síðan mjög oft ég gleymdi eða það kom upp svo einhver afsökun,gott og vel ef ég kem ekki mun ég vissulega láta vita af mér,það er að standa skuldbindingar sínar og ég reyni svo sannarlega að gera svo,ég væri sko alveg til í að fólk hætti að segja mér eitthvað um að koma eða hafa samband við mig og þá þarf ég ekkert að bíða neitt.

En nóg um það eigið góðan dag og verið góð hvert við annað,vinnuveitendur hættið að níða starfsfólkið ykkar og komið sjálfir niður á gólf og hjálpið til eða lokið bara á ykkur munninum og hættið að halda að þið séuð eitthvað merkilegri en annað fólk í mínum augum erum við öll jafnrétthá í augum guðs,hvað sem þú kallar þinn guð,ég kalla minn Jesú.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband