Smá sögur.

Komið öll sæl og blessuð,vegna leiðinda mun ég hefja blogg á ný í formi smásagna eftir sjálfan mig sem ég spinn jafnóður og ég skrifa færslu.

Hún gekk inn í salinn,listaverkin voru hvaðan af úr heimi myndlistar,hún staldrar við eitt verk og sér hvar skugga bregður fyrir,hjartað tók kipp henni leið undarlega hélt hún væri ein í salnum enda nýbúið að opna þennann fagra sumarmorgun,hún snýr sér við sér hvar maður grannvaxinn ljós yfirlitum og með stingandi augnaráð augu hans voru blá eins og himininn sjálfur.

Guð minn góður hugsar hún og ákveður að bjóða góðan dag,hún brosir og segir við hann góðan daginn hvernig líst þér á þessa mynd,þögn smá stund hann virðir fyrir sér myndina,loks eins og tíminn stæði kyrr segir hann djúpri röddu,komdu sæl og blessuð,já þessi mynd er athyglisverð viltu fá mína sýn?Hún veit ekki hvernig hún á að svara loks fær hún kjark segir endilega,hann horfir beint í augu hennar,og segir hægri og rólegriröddu þessi mynd lýsir fyrir mér upphafi tíma og sögu listamanns sem málaði myndina lýsir innri baráttu hans við þá skelfingu að vera maður,fastur í líkama sínum og geta ekki sagt upphátt svo allir skilji hvernig angistin nagar hann að innan og hvað hann óttast svo mjög sjálfið sitt.

Hjartað í henni missir slag,hann brosir til hennar svo undarlega blítt,og af svo mikilli festu að hún getur ekki svarað einu eða neinu,segir samt við hann þú segir nokkuð,henni líður kjánalega og roðnar,hann leggur hönd á öxl hennar og segir já ég er víst sagður hálfvitlaus hver veit nema svo sé.Henni líður undarlega og verður var við að þau eru ekki lengur ein,fólk er byrjað að labba um salinn hver að skoða sitt,hún horfir á manninn og eina sem kemur upp er lítil stuna,hann spyr má nokkuð bjóða þér kaffi með mér hérna á kaffihúsinu?

Framhald síðar.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband