25.3.2007 | 14:33
Framhald sögunnar.
Komið var fram að miðjum degi þennann sólríka júnidag á Kaffistofunni,þau stóðu upp og gengu saman út,þau höfðu talað saman um allt milli himins og jarðar í marga klukkutíma,mest um hagi þeirra sjálfra og fjölskyldur,hún gekk við hlið hans á hægrihönd leið lá niður að tjörn,hann tók í hönd hennar og hún leyfði honum að leiða sig,hvað gat skeð hún var ólofuð og sér virtist hann vera svo líka,eða svo sagði hann henni og hún trúði honum.Henni leið vel og hafði engar áhyggjur hún hafði borðið honum í mat síðar um kvöldið sem hann hafði þáð,síðan skiptust þau á símanúmerum og hann lofaði henni að hann skildi hringja á undan sér.
Hún fór beint heim hugaði mikið á leiðinni hvar og hvernig þetta myndi enda,en það var samt svo mikil tilhlökkun í brjósti hennar að hana langaði að öskra á heiminn ég vil ég vil ég vil,hún komst og byrjaði að taka til mestu óreyðuna að henni fannst,þó ekki hafi nú verið mikið til að laga hún leit sem snöggvast í ísskápinn og athugaði hvað hún ætti til matseldar,var eiginlega ráðlaus og vissi engan veginn hvað honum myndi nú líka eða ekki líka.
Á sama tíma rennur hann í hlað heima hjá sér,hann bjó reyndar í leiguíbúð og var svona rétt að ná sér eftir skilnað við unnustu til nokkurra ára,hann fann samt að í fyrsta sinn í langan tíma var gleði í hjartanu og honum leið ekki sem verst,hugsaði með sér best væri nú að koma sér í bað og finna til einhver föt til að klæðast,samt var einhver kvíði í honum hvað ef þetta verður eins og alltaf og ég enda sár og tættur á ný einn og yfirgefinn,hann reyndi samt að bægja tilhugsunni frá sér og setti föt á rúm sitt og gekk inn á bað,tók til við að raka sig og lét síðan fötin sem hann var að afklæðast í poka myndi sennilega fara í þvottahús á morgun og láta þvo af sér,hann fór í sturtuna og leyfði heitu vatninu renna lengi á bak sitt og hár,hann fann að hann vildi og gat elskað á ný óhræddur við hvað verða vildi því hann vissi að ekkert væri fegurra en að elska konu og vera elskaður nautn sem hann þekki svo vel frá fyrrum reynslum.
Framhald síðar.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.