Framhaldið í sögunni góðu.

Siminn hringir hún verður vör við eitthvað meðan hún setur í ofninn,önnur hringing ring,og þriðja ring,guð hún hleypur í símann,móð svarar hún halló,sæl vertu mín fagra segir röddin, ó ert þetta þú hún er undarleg röddin svona að heyra hana í síma,hann hlær já ég hef nefninlega aldrei heyrt sjálfur hvernig ég hljóma í annarra eyrum svo ég veit ekki ha ha he,en nóg um það hvenær viltu að ég mæti sko í matinn mér er enn boðið er það ekki?Hún fer hjá sér á ný segir svo auðvitað ég stend við mín orð,það er gott segir hann ég kann að meta svoleiðis fólk,komdu bara svona um áttaleitið er það í lagi,gæti ekki verið betra ég skal vera stundvís vertu sæl að sinni.

Í hverju á ég að vera og ég hef ekki einusinni farið í bað enn og ekki nema einn og hálfur tími til stefnu,hún fer aftur í eldhúsið allt klárt stillir ofninn á 180 gráður setur síðan fatið inn,jæja þá ætti ég að hafa klukkutíma núna til að baða mig og klæðast einhverju,hún er svolítið kvíðin og veit ekki afhverju en sennilega er það hið óvænta sem skelfur hana,hvað ef þetta er svo bara einhver drullusokkur sem vill bara fá mig í rúmið eins og svo margir kallar sem ég þekki,æi hugsar hún hættu að dæma svona og drífðu þig bara í bað.

Hann leggur af stað í bíl sínum og lítur í spegilinn í hinsta sinn fyrir ferð sína,jú jú ég er þokkalegur að ég tel ja annað hvort gengur þetta eða ekki og ég hef svo sem engu að tapa,hann fer hægt af stað ég hef nægan tíma enn klukkustund ég vil ekki koma alltof snemma hugsar hann,ég væri sko alveg til í að getað farið með þessari konu út að dansa,það var langt síðan hann hafði farið á ball með konu og fann löngun til að getað dansað og leyft riðmanum í honum að njóta sín,mér hefur verið sagt að ég kunni alveg að dansa hugsar hann,vonandi hefur hún gaman af að dansa hann er kominn vel áleiðis þá hringir gemsinn hjá honum,hver gæti þetta verið hugsar hann.

Hún stigur úr baðinu og lítur í spegil er ég í lagi eða er ég of grönn eða jafnvel of feit fyrir hann hugsar hún,hún veit ekki að í hans augum var hún fullkomin en í sínum augum fannst henni hún ekkert spes,henni langaði samt að elska einhvern aftur en hún bara var svo skelfd við tilhugsunina um að verða hafnað enn á ný að hún varla afbar tilhugsunina,tók sig samt til og gerði sig klára fyrir kvöldið,klukkan nálgaðist átta vantaði bara 10 mín,hún heyrir hvað það rennir bíll í hlað,dyrabjallan hringir dong og það er líka bankað þétt á dyrnar.

Framhald síðar.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband