Jæja nóg að gera í dag það er víst.

Komið öll sæl og blessuð,þá er víst kominn miðvikudagur og ég lifi enn,og er það vel ég er alltaf þakklátur fyrir hvern nýjan dag sem ég fæ að lifa,þó oft hafi mér nú liðið svo að mig langaði ekkert að lifa lengur,það er sko breytt í mínu lífi ég elska lífið núna.Ég var beðinn í gær um að hverfa með viðskipti húsfélagsins frá sparisjóðnum eins og skot,og vissulega mun ég verða við því,en ég fer auðvitað og hitti bankastjórann ef ég get fengið að hitta hann,annars panta ég bara tíma og við sjáum til,svo á ég fund í dag með fulltrúa mínum í sjóva bæði hvað mig varðar og húsfélagsins,þarf að skreppa í húsasmiðjuna og ná í rest sem fylgir forhitaranum,og koma við í blikksmiðjunni varðandi þakið á blokkinni sem ég bý í svo eitthvað sé nefnt,og auðvitað aðstoða elsku Móður mína hún þarf að komast í banka og sitthvað fleira,svo varla leiðist mér í dag það er nokkuð víst.Síðan er auðvitað farið að styttast í kosningar og ég verð erlendis á kosningadag og þarf að kjósa á utanfundarkjörskrá það er ekkert mál hef oft gert það,ég fékk póst frá samfylkingunni í morgun og vonandi kemst ég á einhverja fundi og svoleiðis nokk til að samhæfa styrk og vonir og vita hvernig gengur hjá mínu fólki í kosningabaráttunni,ég vona svo sannarlega að það komi ný stjórn á Íslandinu góða í sumar,og við hvílum þessa spillingu sem er alveg að tröllríða okkur hérna í sukki og svínaríi,eigið gleðilegan og góðan dag megi guð fylgja ykkur og auðvitað Jesú yfir ykkur vaka eins og ég er svo vanur að skrifa,ef þú klórar mér skal ég klóra þér he he er það ekki einhvernveginn svona sem allt virkar hérna á klakanum góða,það styttist í vorið og ég er farinn að undirbúa mig til að komast á mótorhjólið mitt og það verður sko yndislegt í sumar að renna í hlað á Harleyinum mínum og auðvitað bið ég alla hjólamenn og ökumenn að virða umferðalögin okkar göturnar eru ekki til að keppa á í kappakstri,ef þið getið ekki keyrt eins og menn,flytjið þá bara erlendis og skráið ykkur í alvörukappakstur og sýnið okkur þar hvað þig getið,ef þið getið þá eitthvað annað en sýnst vera eitthvað töff.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guð blessi daginn þinn Úlli minn, sem og alla daga ílífi þínu. Leystu eitt í einu og þá blessast þetta ídag.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband