30.3.2007 | 06:03
Helgin framundan.
Komið öll sæl og blessuð,jæja þá er komin helgi á ný og ég sæki börn mín til Grindavíkur í dag,og við erum þar með komin í Páskafrí.Hugur minn er kominn norður á Akureyri þar ætlum við að vera um Páskana ég og börn mín og vissulega gamla konan hún móðir mín,ég hlakka mikið til allataf þegar ég fer norður finnst mér ég vera kominn heim,og börnunum mínum finnst líka mjög gaman að koma norður,við förum í laugarnar út í skóg fullt af leikvöllum,góðum kaffihúsum og auðvitað ættingjar mínir þau eru flest fyrir norðan,þarna finnst mér gott að hlaða rafhlöðurnar(heilann minn og hjarta)og láta líða úr mér spennuna.
Það er nefninlega svo með mig að ég er svo rosalega ofvirkur dud,að það er leitun að öðrueins dæmi en sem betur fer er ég hættur að taka lyf eða dóp við því heldur geng ég í daginn allsgáður einn dag í senn,mér hefur tekist að gera það í einhver ár núna og verð bara að segja eins og er,mér hefur aldrei liðið betur nema auðvitað,þegar ég bjó með barnsmóður minni og var hjá henni og börnum okkar,en eins og við flest vitum geta ekki verið tveir skipstjórar í sömu brú,svo vissulega verður annar að víkja eða eins og segir í góðri mynd í denn there can only be one he he.Og ekki er ég vanur að gefa tommu eftir,ég bara læt ekki traðka á mér eitt augnablik lengur og sækji stíft allann minn rétt hvar og hvenær sem er,ég verð nú samt að biðjast velvirðingar til manns úr Grindavík sem ég særði um daginn,ég sagði víst að Grindavík væri skítaplays sennilega var það vegna aðstæða minna og skilnaðar,ég á mikið af góðum vinum í Grindavík og þykir mjög vænt um það fólk alltsaman,ég er bara með munninn fyrir neðan nefið og hef víst aldrei kunnað að spara hann,ég biðst innilegrar afsökunar á orðum mínum og mun framvegis passa orð mín,ég vona þú takir afsökun mína gilda svo ekki þurfi að koma til bardaga okkar á milli kæri Grindvíkingur.
Eigið góða helgi og munum að vera góð hvert við annað og elskum hvert annað megi guð ykkur fylgja í öllum verkum dag sem nótt.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.