Það var og.

Komið öll sæl og blessuð,er ekki einn dagurinn enn runninn upp og ég hér enn hehehe,ég hafði alveg nóg að gera í gær ég og meðstjórnandi fórum til Bankastjóra Sparisjóðsins í Keflavík og munu mál Hússjóðs verða skoðuð,ég sat á mér og gekk það bara vel,ég fékk 4 mánaða kisu handa börnum mínum alveg yndislegur kettlingur,er hér hjá mér nú að skoða nýja heiminn sinn,byrjuð að mala hjá mér svo þá veit ég henni líður vel,svo verða börnin að gefa þessari læðu nafn þá verða allir glaðir,ég endaði daginn svo á að hitta góðan vin minn sem fór með mig að æfa mig á Harleyinn minn góða og gekk það vel.

Svo er það dagurinn í dag,ég hef alveg nóg fyrir stafni fer í dag og klára loks tattóið mitt,ég er með mynd á Hægri upphandlegg og hefur alltaf verið meiningin að gera aðeins meir,en ég tók alltaf tillit til minna sambýliskvenna en nú er ég einstæður á ný og geri bara eins og mér sýnist,mér hefur bara aldrei liðið betur,hingað kemur enginn og skipar mér fyrir þetta er mitt heimili og minn líkami og ég get alveg sagt það hreint út,þeir sem taka ekki tillit til mín mun ég ekki taka tillit til og ég ræð alveg sjálfur hverja ég hitti og hitti ekki,heimurinn getur vælt eins og hann kýs i dont give a fuck,ég veit alveg hver ég er og þarf sko enga hjálp frá þeim sem hafa ekkert að gefa nema skít,ég hef ekkert verið að bíða eftir ykkur neitt,ætli það sé ekki öfugt farið mín hefur verið beðið lengi en þið verðið nú samt að bíða enn um stund tíminn er ekki kominn enn,ég vinn bara fyrir guð minn Jesú og get alveg sagt ykkur það hreint út að versla og vitleysast á skrifstofu allann daginn er ekki vinna fyrir alvöru menn,að stjórna er sko bara eins og smella sér í smá göngu,afhverju halda allir að vera forstjóri eða yfirverkstjóri sé eitthvað merkilegt,hundleiðilegt og maður er að kafna í orkunni sem fær ekki útrás,ekki furða þessir kallar séu endalaust útí heimi að leika sér,takið samt eftir þetta eru mínar skoðanir ekki ykkar þið verðið að hafa ykkar eigin,hver veit kannski dreg ég gólfkylfurnar fram næstu daga og athuga hvernig mér muni ganga,ég er smá og smá að skána í hendinni minni slæmu þó ég finni alveg fyrir sársauka enn þegar ég nota hana,fann það vel í gær á hjólinu það er frekar þungt enda er þetta Harley sportster 1200 hlaðinn auka krómi og dóti,en eins og alvöru karlmaður hef ég einfaldan smekk,ég vil ekkert drasl,svo er skemmtilegt þing í dag á Grand hótel um efnahag framtíðarinnar á vegum Samfylkingarinnar hver veit nema ég hreinlega skreppi bara þangað svona til að eyða fyrstu 3 tímum dagsins og kem svo sterkur inn fyrir átök dagsins,eða segum frekar verkefni ég hef alltaf nóg af verkefnum og elska að hafa nóg að gera,jæja ég læt þetta næga að sinni,svo er eitt ef mozart bethoven og allir þessir kallar væru á lífi í dag væru þeir ekki að skrifa sinfó,þeir væru sko með sitt á hreinu og djömmuðu eins og menn allt í rafmagni og tölvum og myndu sko búa til verk sem hlustandi væri á,ég hlusta yfirleitt ekki á neitt íslenskt dót,mér finnst bara mest af því vera drasl.Elskið hver annað og munið Jesú lifir og hann er í hjarta okkar.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband