26.4.2007 | 07:04
Komið logn.
Sælt veri fólkið allt,jæja ég átti alveg glimrandi dag í gær,síminn hreinlega hringdi ekki heilu og hálfu klukkutímana,ég fór í bankann með konu sem er með mér í stjórn og fengum við ágætar útskýringar á ýmsu og varðandi athugasemdir okkur munu þau skoða þau mál,svo er eitt við höfum hreinlega verið að reikna útfrá vitlausum upplýsingum eða rétta engum upplýsingum því við fengum aldrei neinar upplýsingar frá þeim sem við tókum við af,ég var næstum búinn að kæra bankann vegna einhvers sem bullað var í mig,og ég á viðkomandi engar þakkir fyrir búinn að fara ótalferðir og hreinlega rifið kjaft yfir einhverjum hugarburði manns sem svo bara bullaði mig fullann af steypu,en svona er þetta oft og ég mun læra af þessu,sem betur fer stoppuðu hinir stjórnarmeðlimir mig í að hreinlega gera mig að algöru fífli,ætli ég sé ekki nógu mikið fífl þó aðrir komi nú ekki sínum fíflaskap yfir á mig ég á nóg með minn,nú er svo komið að ég er með heilu kassana til að fara yfir og allskonar teikningar af öllu sem varða blokkina og bílastæði og hvað eina,ég þakka kærlega þeim sem hafa aðstoðað mig í þessu og nú getum við kannski loks farið að horfa fram á veginn í stað að dvelja í einhverju sem löngu er liðið og búið og gert,það er nefninlega svo í lífi okkar allra þá breytum við engu sem orðið er heldur getum við breytt rétt héðan í frá og gert okkar besta framvegis,ég verð að viðurkenna að undanfarið hefur mér hreinlega liðið eins og ég búi bara í helvíti þó ég viti kannski ekkert hvernig sú búseta er,en það er erfitt að þeytast um allann bæ og ótalferðir í Reykjavík koma síðan heim og þá er sitið fyrir manni og hreinlega ráðist á mann,það komu dagar sem ég hreinlega fékk ekki tækifæri á að borða og ég er bara þannig gerður ég unni mér ekki hvíldar fyrr en ég klára mín mál,og kannski er það mikill galli í fari mínu,og ég hef gert þetta allt að mestu fyrir okkur öll ekki verið neitt að hugsa um mig heldur heildina,ég hef alltaf haldið að við mannverurnar séum hér til að hjálpa hvert öðru og ég vil engum illt,en ég hef sko komist að því að svo er ekki um allt fólk sumir hreinlega vilja mér bara illt,hvernig er hægt að vera svona innrættur ég bara skil ekki svona,en ég tek fram ég er ekki að dæma neinn,heldur að benda á að við verðum að koma fram við fólk eins og við viljum láta koma fram við okkur,það hafa verið búnar til getgátur um hluti sem ekki einusinni er spurt er um og hlaupið um allablokk og smitað hreinlega lygi um okkur sem erum búin að vera á þeytingi í 2 mánuði og ekki tekið krónu fyrir,og svo þegar ég segi ég hef færslu fyrir öllu,er bara bullað um monkýbisness hjá okkur og enginn vill síðan sá sannleikann heldur lætur bulla sig fullt og ræðst síðan á okkur hægri vinstri,eitt hef ég lært og þetta hefur verið góður skóli fyrir mig,það verður sko bið á að ég geri eitthvað þessulíkt aftur,og þegar allt fer til helvítis þýðir ekkert að væla í mér ég mun ekki verja ykkur frekar en ég vill,eins og allir eru að verða hérna á íslandi þá hugsa allir bara um rassinn sinn og græða fyrir sig og engann annann,kannski ætti ég að fara hugsa svoleiðis og gefa bara skít í þá sem koma mér ekki við,en þá væri ég að afneita sjálfi mínu og ég bara get það ekki ég er bara ekki þannig gerður ég er ekkert hefnigjarn.Ég verð þó að viðurkenna ég er orðinn fjandi svekktur yfir þessu öllu og ég vil ekkert stríða við fólk,en ég bara vil ekki láta vaða yfir mig og láta drulla yfir mig lengur ég ætla að uppskera eins og ég hef sáð og ég á það skilið ég vil þegar minn tími kemur getað verið stoltur af verkum mínum og vita að ég hef gert mitt besta þegar ég fel Jesú mínum sál mína og hann mun dæma mig eins og okkur öll,kannski fæ ég ekkert að vera hjá guði heldur verður mér kastað í hyldýpið og fæ að dúsa þar hver veit,ég vona nú að ég hafi og sé nú ekki svo slæmur maður en eins og ég sagði það er ekki mitt að dæma heldur hans.
Ég á ekki von á öðru en ég muni eiga góðan dag,það er árshátið hjá dóttur minni sem er á fyrsta ári í skóla og ég ætla að mæta og sjá gleðina í augum hennar því hana elska ég af öllu hjarta mínu og ég veit hún elskar mig,og allt sem ég geri héðan í frá er að mestu vegna barna minna þau og mitt fólk er mér allt og án þeirra er ég ekkert.Eigið gleðilegan dag og megi guð ykkur fylgja og vernda alla daga.Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.