Hvað er ást.

Komið öll sæl og blessuð,var að koma úr lauginni eftir að hafa legið í heitapottinum og farið í gufu svo nú er ég stálsleginn,þvílíkur munaður að geta haft líf sitt svona.Nú langar mig að blogga smá um skilgreiningu orðsins ást,við höfum öll skoðun á því og ég auðvitað ekkert síður en þið það er mikið rætt um þessi mál í umræðudagsins allstaðar því að hugsjón er líka ást og þá af vissum málefnum,ég hef kannski ekki verið heppnasti maður í heimi í ástarmálum enda er ég skilinn og bý einn :) samt líður mér alveg ljómandi vel ég tek það fram en auðvitað finnst mér oft eitthvað vanta og kannski er það einmitt góð kona mér við hlið kannski ekki,ég hef verið einn núna í 2 ár og kannski kominn tími,ég hef bara haft svo mikið á minni könnu að ég hef ekki haft tíma fyrir ástarsamband annað en mitt fólk og börn mín,við karlmenn erum oft mjög heftir í tjáningu tilfinninga okkar enda var okkur kennt að vera stór strákur og gráta ekki,þar með er ekki samt svo að við elskum ekki af öllu hjarta það gerum við auðvitað,stundum um helgar þegar ég hef börn mín og komin er ró fer með þau í rúm sín við biðjum bænir ekki alltaf að vísu en oft jú þegar þau vilja byðja fyrir einhverju og einhverjum síðan þegar ég veit þau eru sofnuð og höfum átt góðan dag og við kannski ákveðið að gera eitthvað næsta dag ef veður leyfir,þá fer ég í herbergi þeirra og horfi á þau sofa smá stund,á þessum augnablikum veit ég hvar er að elska skilyrðislaust um mig fer djúpur friður og líðan sem ég kann ekki alltaf að orða enda engra orða nauðsyn heldur finna fyrir tilfinningum sínum og vita hvað er,svona hef ég í gegnum árin oft horft á þær konur sem ég hef elskað og auðvitað er ég alltaf að reyna að þroskast og halda för minni framávið,ég hef ekkert að gera með hið liðna það er og verður liðið hvað er ég að gera nú og hvert stefni ég er það sem skiptir öllu.

Mæður þekkja vel hvað það er að elska barn sitt sem þær báru undir belti og fæddu síðan,margir karlmenn líka og sem betur fer er okkur að fara mikið fram okkur feðrum sem vilja vel,því til að geta barn þarf karl og konu eða konu og sæði manns ekkert getur gerst öðruvísi,þessvegna er ég sár og leiður yfir þessari umræðu að kirkja verði að gifta samkynhneygða,ég get bara vel sagt ég fer ekkert fram á að vera í samtökum 78 enda er ég ekki samkynhneygður,en þau sem eru svoleiðis afhverju er ekki bara stofnuð kirkja samtakanna 78 og þau geta síðan ráðið prest sem giftir þau Ásatrúr fólk giftir sig til dæmis bara oft undir berum himni og eru ekkert að röfla um að vera eitthvað í kirkjunni og ég veit ekki betur en þeim bara vegni ágætlega,ég var tildæmis staddur árið 1980 í san fransiskó þegar að mig minnir var fyrsti gay pride gangan eða allavegana meðal fyrstu þá var ég 14 ára og við Pabbi röltum um allt og fórum á milli bara,ég var þá töffari með hring í eyra og héldu margir að ég væri bara svona ungur kominn úr skápnum sem ég þá auðvitað skildi ekkert hvað kanarnir voru að tala um hafði svo sem ekkert séð mikið af samkynhneygðum fyrr en einmitt í minni fyrstu för erlendis sem var þarna og samt þarna voru á rölti um borgina 500 þúsund samkynhneygðir frjálsir menn og konur og ekkert varð mér nú meint af þessari lífsreynslu og ég á ágætis vini sem eru samkynhneygðir,en samkvæmt lögmáli guðs þá skóp hann karl og konu og þar er og var sköpun hans og hans vilja verður þjóðkirkjan okkar virða við getum ekki breytt orðinu þar er og verður sama hvaða skilning við höfum á málefnum Kirkju og boðskap Biblíunnar,guð hefur ekkert breyst hann er og hann verður,og við verðum að fara okkur hægt og dæma ekki því með þeim dómi sem við dæmum munum við dæmd verða,munum orð Jesú þegar hann sagði við ríka manninn gefðu allt og fylg þú mér maðurinn gekk sár burt enda gat hann ekki gefið allt og verið án,þó gjöf hans hefði gefið honum lífið allt og í dag kæmi Jesú og við værum viss um að þetta væri guð væri biðröð að fá að fylgja honum enda hafði hann lausnina og dó fyrir okkur öll hvað er betri gjöf til en slík,ég vil þegar ég dey að ég deyji fyrir börn mín og þeirra til handa,og ef ég þarf í stríð til vendar þeim þá mun ég í stríð fyrir þau og fara þegar minn tími kemur,og annað ég er ekkert ruglaður ég er bara að spekulera hvað verður og hvað verður ekki,mér er alveg sama hvort nokkur skilur mig eða ekki ég er að gera þetta fyrir mig og engann annann ég er ásinn í mínu lífi og ef ég er ekki í lagi er ekkert í mínu lífi í lagi einfalt og gott,nú er komin helgi enn á ný gangið hægt um gleðinnar dyr elskið eins og enginn muni morgundagur koma og megi guð ykkur geyma.Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband