3.5.2007 | 05:57
Maður er endalaust hafður að fífli.
Ég get ekki orða bundist yfir hvað sé að ske hérna suður með sjó,eins og ég hef komið inná hér í fyrrum færslum mínum þá seldi ég víst íbúð mína og fékk tilboð sem átti að vera eingreiðsla og bara drífa að losa íbúðina og allt svaka flott,nú er komið að næstum fyrir 3 vikum átti að greiða og ganga frá ég búinn að fara ótal ferðir fyrir þessa fasteignasölu sjálfur varðandi ýmislegt hússjóð og bla bla bla,málið er að fasteignafélag er að kaupa nokkar eignir hérna og sumir búnir að afhenta eignina og flest búin að skrifa undir afsalið og alltaf sagt ekkert mál,peningurinn kemur hérna og hérna og ég verð nú bara að segja satt,það kemur ekki króna og þessi ákveðna fasteignasala er búin að gera okkur að tómum fíflum og ég er að hugsa um að fara strax í morgunsárið og hreinlega rifta þessu öllu enda eins og ég sé þetta þá er þetta bara bull og fasteignasalan ekki að þjóna seljendum neitt heldur einhverjum bisnessköllum sem bulla bara tóma steypu og ekkert stenst sem sagt er.
Ég verð að segja fyrir mína parta hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi sem við búum í það er endalaust heimtað af manni endalaust og síðan fær maður aldrei neitt til baka,jafnvel fólk vinnandi fólk sem er að versla með aleigu sína og farið er með þau eins og hunda,ég er hreinlega farinn að skammast mín fyrir að vera Íslendingur og græðgin er svo mikil að fólk með fasteignir sínar eru afgreiddar á færibandi og það má ekki einusinni vera að því að klára málin þessar fasteignasölur því kúnnarnir bíða í röðum ég er samt búinn að standa allt mitt fylla út allsskonar yfirlýsingar varðandi hússjóð pakka niður og panta geymslupláss og sendibíl kalla út vini og vandamenn og hvað næst verð ég að afhenta lykla eins og ég veit að einn er búinn að gera og engar greiðslur,sko það verður nú bara að segja hlutina eins og þeir eru er kannski bara verið að reyna að stela eignum af fólki ég bara verð að spyrja.Hverskonar viðskipti eru þetta eiginlega sem eiga að eiga sér stað hérna hver á að flytja hvert og hvernig á viðkomandi að borga síðan sitt ef engir koma síðan peningarnir sem bullað var í mann fyrir 3 vikum að væri ekkert mál hjá mér er þetta nú ekki flókið ég er með eitt lán í bankanum mínum og annað hvílir ekki á eign minni og tekur það mánuð að borga upp þetta lán og láta mig hafa rest,síðan hef ég skuldbundið mig sjálfur fyrir ýmsu og verð að standa mínar skuldbindingar með ekkert í höndunum nema einhver orð frá fasteignasölu sem bullar bara í mér og ég fæ ekkert að sjá,svona viðskipti eru ekki að mínu skapi og ég þarf ekkert að selja ef þetta er málið ég bara rifti þessu og hef vit á að fara annað næst í mínum viðskiptum það er sko alveg ljóst.
Ég er farinn að halda að fyrir sölumönnum og fyrirtækjum hérna á suðurnesjum haldi að fólk hafi ekkert annað að gera en hlaupa til og frá og redda þessu og hinu og eigi svo ekki að fá neitt nema skít í staðinn meira þjóðfélagið sem ég bý orðið í og mikið djö eru allir orðnir eigingjarnir og fullir af sjálfum sér að það er ekki orði takandi hvaða vitleysu manni er boðið uppá núorðið,ég verð nú bara að segja elsku fjármálamenn farið endilega með auðinn allann úr landi og látið helst ekki sjá ykkur hérna framar ég mun allavegana ekki sakna ykkar hið minnsta og ég ætla að sleppa að blóta ykkur í þetta sinn en ég get vel sagt þið eigið ekkert inni hjá mér og mínum.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.