5.5.2007 | 07:50
Laugardagsmorgun rúmlega 7
Komið öll sæl og blessuð,hvað er betra verð ég að segja klukkan rétt yfir 7 að morgni og ég með kaffi að lesa fréttir og bíð þess að börn mín vakni,þá bara bloggar mar smá færslu svona til gamans,ég er farinn að nota þetta blogg mitt sem létta dagbók og síðan get ég skoðað eldri færslur og séð hvað ég hef verið að sýsla ekki að ég muni það svo sem ekki,mikill galli hjá mér ég man allt of mikið bæði slæmt og gott meira að segja hef ég fengið fullt af blackoutum til baka sem ég get ekki skýrt út afhverju og hvernig standi á því mig grunar nú samt ýmislegt sem ég vil ekkert skrifa um.
Það er nefninlega svo að ég hef rannsakað mannshugann allt mitt líf og ekki í skóla heldur bara á lífsleið minni ég hef óbilandi áhuga á mannlegu eðli og hvaðan við komum og hvervegna þetta og hitt,nú er reyndar komið svo í mínu lífi að ég veit ekkert minna um viss mál en færustu sérfræðingar heims og ég er að læra að lifa með upplýsingum sem ég veit og sé og hvernig munu verða án þess að segja of mikið eða lítið ég bara veit og skil,meira að segja alla mína tíð í ruglinu og þar var ég árum saman var ég alltaf að reyna komast til guðs fá sýnir og bla bla bla,margir vina minna vita að meira að segja þegar ég var út og suður bullandi vímaður og átti að vera að skemmta mér þá var vissara fyrir fólk að láta Úlla ekki heyra illa talað um guð ég hreinlega brjálaðist alltaf og gekk berserk ef guð var vanvirtur,og ég hef lengi verið að skoða sjálf mitt og reyna skilja afhverju ég sé svona og hví ég hafi svona sterkar skoðanir á trúmálum,ég vildi strax ungur og langaði að læra dulspeki en það varð aldrei neitt úr neinu meðan ég var í neyslu ekki að ég sé eða væri vitlaus heldur bara ég leyfði dýrinu í mér að ráða og kerfinu öllu á Íslandi að buga mig,gott og vel en það sem liðið er kemur ekki aftur og hvað geri ég héðan í frá og einmitt það skiptir öllu,ég verð að segja það er ekkert sem hræðir mig lengur nema jú eitt velferð barna minna og að ég geti kannski ekki verndað þau fyrir því sem koma mun í lífi þeirra,samt ég mun taka því sem verða vill og gera eins og ég get og einmitt þessvegna er svo mikilvægt að vera sjálfur í lagi og ef ég huga ekki vel að mér get ég engum hjálpað.
Alheimurinn og allt efni er eitt og ég lifi samkvæmt því og þá auðvitað er svo að allir tengjast og eru tengdir við efnið og hvaða efni er það nú ég ætla svo sem ekkert að fara kljúfa atom hérna í eldhúsinu heima hjá mér en við vitum öll að án ljós sameinda og bla bla bla verður ekkert líf og við vitum líka að öll lyf eru unnin úr hverju jú að mestu jurtum héðan og þaðan auðvitað eru líka til kemísk efni sem okkur hefur tekist að búa til sjálf án jurta og þessi lyf með þessum lyfjum gera þetta og gera hitt ég hef krossað þeim næstum öllum um æfina til að vita og ég tók bara alltaf sjensinn og hugsaði jafnvel well þá bara drepst ég og var meira að segja sama,hugsið ykkur sjúkleikann og svo eru menn enn að diskutera hvort alkóhólismi sé sjúkdómur eða ekki,ég er allavegana ekki í neinum vafa um eitt eða neitt og enginn fræðingur þarf að segja mér þetta eða hitt að lesa er eitt að lifa hluti er annað og ef þú hefur ekki reynt segi ég veist þú ekkert um málið einfalt og gott.
Jæja læt þetta næga að sinni og best að gera klárt fyrir börnin mín yndislegu,eigið góðar stundir gott fólk ég mun allavegana eiga góða helgi með börnum mínum og bróðir minn er kominn suður ásamt konu sinni eðal alveg síðan eftir helgi förum við bræður til usa að hitta systur okkar og þá erum við alsystkin öll saman og hvað getur verið betra ég bara spyr :) i love it megi guð ykkur fylgja og vernda og munum við erum öll börn guðs sama hverju þú trúir eða trúir ekki.Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.