Nýr dagur guði sé lof.

Hæ og hó kominn nýr dagur og þó ég hafi ekki verið vinnufær síðan í janúar vegna meiðsla,þá er ég kominn í sumarfrí út júni.Ég verð með börn mín í mánuð frá og með morgundeginum og er það vel.Ætli ég vinni svo ekki 16 tíma á dag í Júlí og ágúst og vinni upp tapið,ég hef svo sem engar áhyggjur af því enda duglegur drengur og fær í flestan sjó.

Það sem ekki drepur mann styrkir mann,og ég hef lært ýmislegt undanfarið við að vera ekki vinnufær og hef því unnið mikið í sjálfum mér og verið að hjálpa mikið vinum og kunningjum,við erum margir af okkur í svona svipaðari stöðu menn að gera eitthvað í sínum málum og búnir að skilja við konur.Við erum eitthvað að rembast margir við kerfið og ég skal segja ykkur það er sko ekkert jafnrétti á Íslandi neitt og svo eru konur að heimta sömulaun fyrir jafnvel minni vinnu.

Ég fæ bara að borga og borga fæ ekki krónu úr þessu kerfi og ég segi það fullum fetum ég elska börn mín ekkert minna en konur elska börn sín,og ég vil jafnan rétt foreldra eftir skilnað svo fremri að það sé ekki eitthvað bull í gangi og báðir foreldrar sinna börnum sínum vel.

Sama hver þú ert þá er ekkert afsláttarkort gefið þegar þú tekur til í þínu lífi,það er mikil vinna og stundum er maður við það að gefast upp en guð er góður og launar ríkulega þeim sem eru trúir.Sem betur fer taka allir dagar enda og við upphaf nýs dags kemur ný von og þú byrjar ferskur og tekst á við sjálfan þig í ýmsum stöðum og við allskonar aðstæður,stundum staldra ég við og hrópa guð hjálpaðu mér og oftast fyrr en síðar kemur lausn og það er einmitt málið að lifa í lausn.

Megið eiga gleðilegan dag og megi guð ykkur fylgja í öllum ykkar verkum.Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband