Bloggið verður slítrótt um tíma.

Jæja þá hefst sumarfríið mitt formlega,og þessvegna mun ég ekki vera eins duglegur í blogginu.Ekki að það skipti miklu enda bara svo leið hjá mér að fá útrás og hafa gaman af.

Ég ætla mér að vera kominn Norður á Akureyri fyrir helgi með börnum mínum.Auðvitað tek ég golfsettir og veiðidótið með mar veit aldrei hvernig þetta verður.Eitt veit ég þó að þetta verður yndislegur tími vonandi gott veður einhverja daga,farið í sund grillað og allt sem tilheirir góðu sumri.

Ég er afar þakklátur í dag fyrir hvar í lífinu ég er staddur,því ég var í mörg ár í bullandi neyslu og djúft sokkinn alkóhólisti það sem kom fyrir Kalla Bjarna hefði alveg getað verið ég,væri ég enn í neyslu.Það er nefninlega svo að þegar ég er í neyslu þá hef ég enga stjórn á lífi mínu og reyndar þarf ég ekkert að vera í neyslu ég verð bilaður samt,ef ég er ekki í samtökunum og vinna í mínum málum á ég engan sjens í eitt eða neitt.

Nú get ég gert allt sem ég kýs mér að gera og enginn segir mér neitt hvað ég get og ekki get líf mitt er í höndum Jesú og hann leiðið mitt líf og ég treysti honum fyrir öllum mínum málum og fer þangað sem hann ætlar mér og því er lífið yndislegt,loks þegar ég bara gafst upp og gat ekki meir þá fyrst byrjaði lífið.                      Eigið góða daga og megi guð ykkur fylgja í öllum ykkar verkum.   Kveðjur Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lipurtá

Blessaður Sokkur.  Lína hérna. Ég kíki stundum á bloggið þitt það er gaman að heyra að lífið þitt er gott.  Ég hitt Ost skipstjóra um daginn, það var skemmtilegt. Gangi þér vel og njóttu þess að vera í sumarfríi.

kv. Lína pönk og brælan 

lipurtá, 7.6.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Yndislegt alveg hreint lína babe,já ég og Ostur skipstjóri erum í ágætu sambandi þessa dagana og maður er manns gaman,við erum jú flst ef ekki öll komin suður og er það vel mín kæra.Ég ætla nú að kýkja á þig við tækifæri í kaffi það er orðið svo langt síðan við hittumst kveðja Sokkur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.6.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband