Gamla ljúfa Akureyri.

Komið öll sæl og blessuð.Þá er ég enn á ný kominn í upprunan minn og staddur á Akureyri.Hingað kem ég oft þegar ég þarf að hlaða batteríin mín,og til að vinda af mér bullið og streituna mína.

Börn mín sofa og þá hef ég tíma í smá blogg.Mikið er nú gott að vera kominn í sæmilegt sumarveður hér var hlýtt í gær ef hlýtt skildi kalla einhver 17 stig,ég vil auðvitað 25 og sól allt sumarið.Ég veit ég fæ auðvitað ekki allt sem ég vill en ég fæ stundum sumt og jú alveg helling oftast og alltaf það sem ég þarf.

Ég hef verið að skoða í mér hundinn undanfarið og hvað gerist þegar ég fæ ekki það sem ég vill eða vill ekki það sem ég fæ.Dýrið í mér er alveg svakalegt og ef ég leyfi því að ráða för þá er best að vera ekki fyrir Úlla,sennilega var ég ekki vistaður á geðdeild aftur og aftur að ástæðulausu heldur urðu allir bara drulluhrædd við drenginn ljúfa og skapið sem hann ber.

Mig langar að segja ykkur svolítið sem ég veit og það er ef við ættum einhverntíma í stríði og á okkur yrði ráðist og við þyrftum að verjast,þá mun ég sleppa dýrinu mínu lausu og ég hika ekki eina sek,ég veit hvaða mann ég geymi og ég mundi gera það sem þarf ekki bara það sem ég vil og auðvitað óska ég frið öllum til handa og mest barna minna vegna,það eru þau sem ég myndi vernda og stríða fyrir ég er löngu orðinn sáttur og fylgi bara minni köllun.Og hver er hún það er mitt að vita og kannski komist þið að því einn daginn.

Hvort sem þið trúið mér eður ei skiptir engu,ég hef séð hluti og atburði langt fram í tímann og veit alveg hvað bíður mín og hvers er ætlast af mér,ég er bara fæddur til að sjá og sigra og ég tapa ekki ég hef stundum lúffað og sitið hjá en þegar eitthvað skiptir máli og ég gef allt í málið þá tapa ég ekki og ég klára alltaf mín mál,það er ekkert hér um bil þegar ég fer þá er ég farinn og mér er ekkert skilað aftur.Ég fer ekki af stað nema hjartað mitt fylgi 100% og þegar harta mitt fær nóg getið þið gleymt mér,ég get vel fyrirgefið en ég miskunna ekki neitt einum eða neinum ef ég fæ nóg mín vegna fæ ég nóg.Ég ætlast af mér og öðrum að við hreinsum okkar skít og það verðum við að gera sjálf,aðrir eiga ekki að hreinsa púkann í sér nema maður sjálfur og svo verður maður að kunna sín skil og hver maður er og geta greint á milli,ef einhver sér mig rúkja á dyr látið mig fara,það er öllum fyrir bestu og sérstaklega mér sjálfum og ef ég vill ekki koma aftur þá hef ég ríka ástæðu fyrir því og er að fylgja sannfæringu minni.En auðvitað er ég ekkert fullkominn og hef aldrei sagst vera svo ég er bara stoltur og stundum einum of kannski en ég er bara ég og vill fá að vera svo um mína tíð.

Ég lifi fyrir mig og mína ekki hina og ég særi mest þá er ég elska mest því af þeim er ég jú særður og það er einmitt málið að elska er ekkert til að grínast með og stundum verður maðurinn fyrir vonbrygðum með þá er hann elskar eins og sá hinn sami veldur stundum vonbrygðum öðrum, eigið gleðilega daga og verið góð hvert við annað og það er vilji guðs.Kveðja að Norðan Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:) Velkominn Úlli! Vona að þú eigir góða daga á Eyrinni :) Sólin ætlar að verma þig og þína í nokkra daga sýnist mér, þá er um að gera að grilla og synda sem mest :D ;)

kv Anna panna :)

Anna (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband