11.6.2007 | 07:55
Gott frí er auðvitað gott frí.
Hæ og hó allir sem einn.Ljómandi fín helgi liðin nú við börnin og mitt fólk erum búin að hafa það alveg eðal fínt um helgina,enda veður búið að vera með besta móti hérna á Akureyri.Við 4 asparar komumst í golf í gær krakkarnir voru bara með og léku sér með kúlur og fengu að slá og hlaupa að vild og við Kallarnir kepptum okkar á milli.Ég spilaði ágætlega 9 holur á 46 höggum og deildi 2 sæti með bróður mínum en Torfi tók okkur á 45 höggum með nýja dræferinn sem hann keypti í ferðinni góðu í wallmart.
Í dag verður vissulega farið í sund og kjarnaskóg börnin elska það og þá auðvitað förum við í hvorutveggja.Og hver veit stefnan er líka tekin á að komast í smá veiði og við feðgar erum að spá í ljósavatni.Kannski er hægt að fá einhverja titti þar og samt aðallega vera í nátturunni og njóta einfaldleika lífsins.Svo frétti ég í gær að yngri bróðir minn ætli að koma fyrir næstu helgi og þá erum við feðgar allir hérna og ekki er það nú ónýtt.
Boltinn er jú kominn á fullt líka og í kvöld eigast við Þór og K.A hugur minn þar er Þórs megin og hver veit nema ég skelli mér á völlinn og sjái góðan leik.Öll mín lið erum saman í 1 deild Njarðvík Þór og Grindavík svo ég fæ helling fyrir peninginn með hverjum leik :) Sem sagt ég er í fríi og fílaða hreinlega í botn.Læt duga að sinni megi guð ykkur geyma kveðja að Norðan Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.