Like father like son.

Komið sæl og blessuð.Ég ætla að blogga nú smá um mannlegt eðli og eins og flestir vita pæli ég svolítið mér til dundurs.Ég fékk gott tækifæri í gær að fylgjast með Pabba mínum vinna og ég hélt alltaf að krafturinn minn kæmi mest frá mömmu,bíb wrong kemur frá báðum.Faðir minn var að leggja flísar í gær á nokkuð stóru svæði og fórum við feðgar saman laust eftir 8 í gær morgun bæði í byko og húsasmiðjuna leygðum okkur flísaskera keyptum lím og auðvitað fúgur.Svo byrjaði ballið lagt skorið límt og hamast,pabbi auðvitað að mestu ég þvældist með börnin og hjálpaði með.Kallinn vann streytulaust allann daginn ég fór með börnin bæði í sund og í kjarnaskóg,þar var ég mest í símanum varðandi kaup á fasteign og síðan um 5 leitið skilum við flísaskeranum í húsasmiðjuna.Þá hafði karl faðir minn ekkert borðað allann daginn,ég skipaði honum að fá sér eitthvað og svo var haldið áfram ég upp og niður með börnin til bróður míns og skoppaði síðan svona á milli hæða vildi auðvitað gera eitthvað gagn.Til að gera langa sögu stutta sofnuðu börn mín um 11 í gærkveldi og pabbi enn að og auðvitað kláraði verkið um miðnætti.Faðir minn er 64 ára öryrki eftir slæmt slys í ráðhúsinu fræga féll niður af stillasa nokkra metra og mölbraut á sér fæturna,samt er þessi maður enn margra manna maki í vinnu og úrræðagóður í öllum sínum verkum enda lærður smiður og getur hreinlega allt.

Mikið rosalega var gaman að sjá hann vinna og kraftinn sem býr enn með honum,það var orðið langt síðan ég sá hann í svona ham og gladdi mitt litla hjarta óendanlega,mikið þykir mér nú vænt um kallinn þó ég kunni illa að segja honum það og hversvegna á ég svona erfitt með að segja honum hversu heitt ég elski hann .Jú sennilega vegna þess að við erum ekki vanir að tala mikið um tilfinningar þær eigum við jú að bera með höfuð hátt og ekkert að röfla neitt um þessi mál að óþörfu.

Jæja verk verður klárað í dag með því að leggja lista og málið dautt og vinnann göfgar manninn segir einhversstaðar og mikið er það nú rétt,eigið gleðilegan dag og megi guð ykkur fylgja og vera náðugur kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband