Karlleggurinn allur saman kominn.

Komið sæl og blessuð nú er ekki ónýt staða komin upp litli bró sem er reyndar eitthvað stærri en ég er mættur,og auðvitað með allt veiðidótið og gleðina sína í farteskinu.Þá er svo komið að allir karlar eru saman komnir pabbi ég sonur minn og 2 bræður skemmtileg staða.

Ég var að vísu alveg til miðnættis að ná niður börnum mínum til svefns,Grímur bróðir kann að fíflast í þeim svo að fjörið er endalaust,og þá auðvitað vill enginn fara neitt að sofa strax.Við horfðum saman á eina ræmu og þá gátu þessi litlu skinn ekki haldið augunum opnum meir og þau sofa enn.

Það er enn einn glampandi sólardagurinn hér fyrir norðan og allt opið með að gera sér glaðan dag stutt í allt og endalaust hægt að gera fyrir lítil börn hér.Ég var meira að segja að spá smá í að fara jafnvel með þau í hvalaskoðun annað hvort hér eða á Húsavík væri ekki galið.Uppáhald mitt Mývatnsveit er auðvitað ekki langt undan og ég veit Grím langar þar í veiði,spurning hvort fáist dagur það í urriðann.Ég byrjaði sjálfur að fara í veiði með Pabba ekki nema 5-6 ára og drengur minn er að verða 5 og stúlkan að verða 7 svo best er að fara koma þeim af stað.

Ef krakkarnir fengu að ráða væri best að leiga herbergi í sundlaug Akureyrar og skreppa síðan í kjarnaskóg svona við og við,ég enda klórleginn með þessu áframhaldi og eins og Tarsan hvað varðar lit á skrokk hehehe þó vanti nú nokkuð uppá vöðvana,það er ekki mitt meðal að pumpa járni djö hvað mér leiðist það,hendið frekar í mig bolta og ég skal kenna ykkur nokkur trikk.

Jæja læt þetta duga nú fara allir að vakna og best að byrja þjóna börnum sínum eigið gleðilegan dag og megi guð fylgja ykkur í verkum ykkar.Kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband