19.6.2007 | 10:17
Er að birta til.
Hæ og hó öll sömul,þá er hann að birta til smá þokuslæðingur í morgun.Í dag er stefnan tekin á að smella sér í smá golf með kalli föður mínum,hann á harm að hefna síðan um daginn.
Ég verð að viðurkenna ég er smá ruglaður fyrst að morgni hvaða dagur er hverju sinni enda erum við í sumarfríi og þá eru allir dagar sunnudagar hjá mér.Verð samt að halda plani og heim verður haldið á Föstudag auðvitað þó í fríi sé verður að halda sínar skuldbindingar og mæta þar sem lofað er að vera staddur þann daginn.Ég legg mikið í að lofa ekki einhverju sem ég síðan stend ekki við enda fátt sem ég þoli verr,en þegar einhver segist ætla að mæta eða gera eitthvað og stendur ekki síðan við orð sín.
Kannski eru þetta smámunir og ekki vert að pirra sig útaf,en ég er bara ekki svoleiðis ég vil standa við mín orð þó ekki séu skjalfest og ætlast til að aðrir geri svo.Sjáum nú til í bókinni góðu stendur orðið og orðið er guð,ok gott og vel þegar ég les síðan orðið og vil það standi og að allt í því orði komi nú fram að lokum,þá auðvitað er það svo að orð skulu standa og þeir eða þau sem ekki skilja merkingu að standa orð sín verða auðvitað að hafa sitt.
Ég viðurkenni alveg að ég stend ekkert alltaf við orð mín og lúffa oft þó ég vilji það síður og reyni að diplóast svo allir verði nú sáttir,og verð svo bara sjálfur ósáttur oft fyrir vikið.Ég er langt frá því að vera fullkominn enda er ég maður og sem slíkur get ég ekki orðið fullkominn en ég get leitað fullkomnunar og gert mitt besta og það er einmitt það sem guðdómurinn ætlast af mér.
Vakið og verið alsgáðir stendur ritað og hvað er að vaka og vera alsgáður,þarna er átt við vilja minn stundum vill ég auðvitað ekki hafa fyrir neinu og láta eftir löstum mínum og sukka og svínaríast alveg fram í fingurgóma enda er ég auðvitað mikill nautnaseggur og hef alltaf verið,samt er það svo að í dag sukka ég ekki og reyni að standast egóið mitt og fyrir vikið aldrei liðið betur.
Það mun vera vegna þess ég veit ég er að breyta rétt og lýg ekki stel og svík náungann minn,ég er oft skítblankur og veit stundum ekki hvernig ég næ endum saman öll mánaðarmót en einhvernveginn hefur þetta alltaf blessast hjá mér,og ég hef oft þurft að byrja alveg frá grunni aftur og aftur auðvitað verður það þreytandi og ég hundfúll oft á tíðum.Ég bara neita að gefast upp og játa mig sigraðan á öllum sviðum þó ég játi mig sigraðan á sumum sviðum enda ætla ég að uppskera eins og til er sáð,og ég hef verið að sá vel undanfarið mest í sjálfum mér og get horft í spegill í dag með bros á vör vitandi að mér muni farnast vel.
Eigið góða daga og megi guð ykkur fylgja í verkefnum ykkur sem og hann vonandi fylgir mér kveðja að Norðan Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.