21.6.2007 | 14:11
Ekkert svo illt að ei boði gott
Komið öll sæl og blessuð jæja þá er komið í ljós varðandi bíl minn og það sem tölvan góða sagði væri að,en þá kom upp smá vandi hlutirinn ekki til í landi voru en er víst komin og þeir hér á Akureyri fá hann í fyrramálið.Ég kemst þá vonandi heim eins og til stóð á Föstudeginum 22 og eins og svo oft þetta blessast alltaf einhvernveginn.Nú er bara spurningin sú hvað þetta muni nú kosta en eins og allt þá reddast það nú líka.
Ég heyrði í góðum vin áðan og var gott í honum hljóðið og nú er veiðiferðin hans hálfnuð og hann bara eðal sáttur í þessu nýja plássi sínu,ætlar sennilega næsta túr líka og verður þar með kominn á réttann kjöl og þungu fargi af honum létt.Spurði mig hvort ég vildi ekki bara koma með í næsta túr.Ja þú segir nokkuð passar vel við að þá er ég búinn að hafa börnin í mánuð og mér veitti nú ekki af að komast í feitan túr og ná mér í smá summu,eftir að hafa meira og minna ekkert unnið síðan í Febrúar vegna meiðsla og er einmitt allur að koma til,svo hefði ég auðvitað bara gott af því að taka vel á því aftur.
Það verður auðvitað gott að koma heim aftur og komast aftur í sínar deildir meðal sinna manna og fást við lífið á heimvelli ekki svo að skilja allir vellir eru heimavellir mínir því þar sem hjartað er það er heima og hjartað mitt er auðvitað komið heim og mér gengur orðið bara nokkuð vel að takast á við hið óvænta sem kemur upp hverju sinni í lífi mínu og nú orðið þarf mikið til að brjóta minn vilja niður ég hef fundið leiðina til betra lífs og héðan í frá er það ég og bara ég sem læt mér líða vel eður illa og enginn annar.
Það er nefninlega svo að þó allt og allir séu í klessu og myndu ráðast á mig stanslaust þá þarf ég ekkert að taka inn á mig meira en það sem tilheirir mér,og valið er auðvitað mitt ég held bara mínu striki og þá er allt hitt leikur einn.
Jæja læt þetta duga að sinni verið sæl og góð hvert við annað og megi guð ykkur fylgja kveðja Úlli.
Athugasemdir
kæri Sokkur. Varstu nokkuð að tala við Ost? kv. L
lipurtá, 21.6.2007 kl. 16:07
Jú Jú mín kæra vin Lína ég var einmitt að spjalla við Ost Skipsstjóra og lífið leikur við kauða hehehe eða þannig þetta er allt á uppleið,sjáumst fljólega í kaffi Lína k.v Sokkur
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 21.6.2007 kl. 18:42
Skilaðu endilega kveðju til Osts frá Línu ef þú heyrir í honum aftur.
lipurtá, 21.6.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.