23.6.2007 | 01:13
Home sweet home
Jæja þá erum við komin heim,ef heim skildi kalla ég fæ ekki afhengt fyrr en 1 ágúst nýja heimili mitt.Og nú bý ég í geymslu svona að mestu með sama stað og svefnpláss hjá mömmu gömlu þangað til ég flyt.Auðvitað er það erfitt en samt svo ljúft því engin kona er mér kærari en einmitt móðir mín og auðvitað Dóttir mín hún er jú kona þó hún sé að verða 7 ára bara ung kona.
Ég komst á fund meðal minna þegar ég kom heim gamla konan sat yfir börnum mínum á meðan og mikið er nú gott að komast á sinn heimavöll þar sem ég þekki jú flesta og get romsað út mínum skít og komist aftur í tæri við guðdóminn og sjálfið fær að víkja fyrir samviskinni minni,sem auðvitað er alltaf að segja mér eitthvað annað en einmitt það sem og ég vill fyrir mig og mína.Ég er alveg maður til að viðurkenna að ég er og verð oft alveg gufuruglaður á köflum og langar mest að sinna nautnaseggnum mínum sem ég reyni að fela fyrir flestum ykkur svona dagsdaglega en það er oft stutt í púkann í mér og hann er líka oft fjári skemmtilegur léttur í lund og glaður með sig oft á tíðum þó hann geti nú líka bara verið hreinn vargur og ömurlegur á köflum.
En meðan ég geri mér grein fyrir hver og hvaðan ég kem þá auðvitað er ég meðvitaður um sjálf mitt og allar kenndir er búa með mér og vissulega í mér.Oft líkar mig ekkert við sjálfan mig en oftast er ég jú nokkuð ánægður með þroska minn og vilja og hvert ég stefni.Mig langar mest að verða verðugur þjónn þess sem öllu ræður og á ég þá við himin og jörð ekki bara jörð og ekki bara varðandi mig og mitt heldur við og okkur öll.Það er bara oft sem ég get ekkert gert og þá auðvitað get ég ekki heldur hjálpað neitt,ég get jú hjálpað mér og þeim er ég unni og reynt að skilja þau og þeirra þarfir og vilja og stundum bara verð ég að leyfa þó mér ekki líki og ég þarf stundum að kyngja jafnvel því sem mér ekki líkar neitt.
Jæja hvað um það samt gott að vera kominn heim eigið ljúfa helgi öll og megi guð ykkur geyma Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.