4.7.2007 | 08:15
Busy as allways.
Komið öll sæl og blessuð kominn er 4/7 og óska ég þar með öllum Ameríkönum til hamingju með daginn og megi hann vera friðsamur ykkur til handa.
Það er víst nóg að gera mín megin í dag eins og endanær og auðvitað er það hið bestamál.Nú blogga ég smá meðan börn mín sofa og á ég víst tíma á sýsluskrifstofunni hér í Reykjanesbæ kl 9:00 og mun hitta þar Sálfræðing nokkurn.Ég verð nú bara að viðurkenna hvað ég þoli illa að þurfa að mæta hjá einhverjum fræðingum sí og æ sem síðan hafa með mitt líf að gera.
Ég túlka mitt líf á mínum forsendum og hef reyndar alltaf gert og ég hef oft verið sendur til einhverja fræðinga sem hvað?eiga að vita eitthvað meira um lífið og mig sjálfan en hreinlega ég sjálfur.Það er nú bara svo að siðferði mitt og samviska er alveg í ágætis lagi að ég tel,og ég tek fram að ég þykist ekkert vita meir um lífið og hvað er rétt og hvað rangt en þið hin.Ég tel samt ég eigi rétt á að lifa samkvæmt mér og mínum annað bið ég ekki um.
Hér um árið var ég sviptur á geðdeild vegna þess að ég átti að hafa fengið trúmaníu og hvað er trúmanía,var ég kannski ekki bara tengdur við guðdóminn sem jú býr innra með öllum mönnum.Sko sem Kristinn maður og með Jesú í hjarta mínu reyni ég auðvitað að breyta eftir því sem ég tel að hann myndi vilja og kannski var ég einmitt að gera svo.Hvaða maður eða manneskjur geta síðan sagt nei drengurinn er snargalinn og bla bla bla.
Ég vil minna á eitt við hugsum ekkert öll eins og ég hugsa mikið um guð minn og trúmál yfir höfuð ég var einusinni kvæntur konu frá Tælandi og skoðaði mikið um tíma Búddismann ég á systir sem er nú gift manni frá Írak og er hann múslimi og ég tek fram alveg yndislegur maður,en ég er ekkert sammála hans gildum,en ég verð að muna hvaðan hann kemur og hvaða bakgrunn hann hefur.
Auðvitað á ég síðan marga vini sem er Darvinistar og ekkert að því að þeir hafi skoðanir á hvað er hvað og hvaðan við komum.Ég þarf bara ekkert að vera sammála þeim en það breytir ekki vinskap okkar vitund við erum bara með ólíkar skoðanir og ég hef lært mikið af öllu þessu fólki.
Það sem mestu skiptir er að koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur,ég er auðvitað alltaf að gera mistök og stundum er ég langt á undan mér í hugsun og alveg úti á túni,kannski er það bara afþví ég fæddist á vissum stað á vissum tíma og stjarnfræðilega er ég mótaður líka af því eins og hvert mitt uppeldi var og hverja ég hef umgengis um æfi mína.
Ég vona og bið auðvitað að mín mál fari vel og allir verði að lokum sáttir þar á meðal ég,það er nefninlega búið að vera lengi svo að í mínum málum varðandi börn mín og mig hef ég verið ósáttur alllengi og ég á heimtingu á mínum rétti til barna minna alveg eins og móðir á.Ég skildi jú við konuna ekki börn mín,og ég vil taka það fram við karlmenn elskum margir börn okkar ekkert minna en konur,þó konur margar haldi nú öðru fram.
Karlmenn eru jú karlmenn og konur konur og við erum ólík á mörgum sviðum. Ætla að fá mér eitthvað í gogginn áður en ég fer í viðtalið góða,á það til að gleyma að nærast og ég má nú ekki við því enda alveg grindhorður og hef alltaf verið.
Eigið gleðilegan dag og megi guð ykkur fylgja í öllum ykkar verkum kveðja Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.