Jæja dagurinn sem margar hafa beðið eftir.

Komið öll sæl og bless,þá er víst kominn þessi yndislegi 777 eða öllu heldur 07.07.2007 sem jú gerir hvað 23 og þá fáum við töluna 5 en ekki 7 svo það sé nú alveg á hreinu.

Mér er boðið í brúðkaup í dag frændi minn góður og hans eina sanna ætla sér að ganga til guðs í dag og helga sig hvort öðru,og er það vel enda búin að vera saman í 10 ár,svo ég vissi nokk um að þar á bæ yrði nú ekki aflýst neinu Heart enda veit ég ekki betur en að þau elski hvort annað alveg eins og þeim er mögulegt.

Ég verð að segja ég hlakka til að hitta þennann frænda minn í dag og vera með í þeirra hamingju enda langt síðan við hittumst síðast ég og hann.Svo hitti ég auðvitað fullt af skyldfólki og í dag hef ég unun af því´,þó svo hafi nú ekki alltaf verið og var það minn feill ekki þeirra.Ég var bara svo lengi ekki í andlegu ástandi til þess að rækta eitthvað ættartengsl mín,og ég fór auðvitað bara á mis við mitt góða og kæra fólk.

Svona er víst bara lífið og í dag veit ég betur og auðvitað er það svo ég er minn eigin herra í þessum málum sem og öðrum og stundum bara bið ég guð almáttugan að styrkja mig og þá er rest auðvelt og ég þarf ekkert í heimi hér að óttast meir.

Sem gerir mig hvað jú frjálsan mann og sem slíkur er yndislegt að lifa og mér líður orðið að mestu bara vel og tek lífinu eins og það kemur mér hverju sinni.

Allir til hamingju með daginn megi guð ykkur geyma kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband