Ætli ég fari ekki bara að hætta þessu fljótlega.

Jæja gott fólk þá er komið að því að fara gefa eftir og láta af.Ekki það að ég hafi eitthvað breytt um skoðanir eða sé ekki sáttur við bloggið,ég hef hingað til ekkert verið hræddur við að skrifa og síðan svara fyrir ef ég kýs svo.

Það er bara málið að ég hef ekki orðið eins gaman af þessu og í upphafi og þá auðvitað skilar þetta mér engu.Ég fór auðvitað af stað vegna mín og að ég hefði rödd sem leyfði sér að færa inn færslur um hvað ég væri að sýsla og hugsa hverju sinni.

Ég hef ekkert verið að byðja neinn um að vera neitt sammála mér um hvað sem ég blogga um heldur að ég geti og megi blogga hvað mér finnst og hvernig ég sé viðkomandi málefni,bara partur af að hreinsa út þegar mér mislíkar eitthvað eða líkar það hvort heldur.

Ég er ekkert færasti penni í heimi og hef engar áhyggjur af því enda ekki  neitt að rembast við að vera eitthvað sem ég ekki er,heldur trúr því sem mér finnst ég ætti að vera trúr sem er auðvitað sannfæring mín um viss málefni.

En nú leiðist mér bara að mestu þetta blogg mitt og þá sé ég engan tilgang með að vera eitthvað að blogga stíft,ég er ekki að segja að ég sé alfarið hættur.Bara það að ég kannski blogga við og við ef mér finnst eitthvað spennandi og þarft í huga mínum,því það er minn hugur sem ég þarf að lifa með ekki ykkar.

Eigið góða og .....................................who cares                       Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlli minn takk. Þú hefur margt gott að gefa eins og við hin en gættu þín elsku vinur,við gefum af okkur eins og GUÐ vill og við berjumst í sýslumönnum og sálfræðingum í von um að geta breitt öllu því sem okkur ekki líkar í uppfóstrun barna okkar.En Þjóðfelagið er ennþá það sama við getum þakkað Guði fyrir það sem við höfum en aðrir ekki. Elsku Úlli minn gangi þér vél kæri vinur.

TAB (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 03:03

2 Smámynd: Mummi Guð

Aðstæður fólks eru mismunandi og ef þú ert eitthvað efast um tilgang þinn hér á netinu þá er sennilega best að hætta eða taka sér frí og jafnvel taka upp þráðinn aftur í haust þegar sumarið er búið.

Ég vona samt að þú haldir áfram að blogga hér, ég hef haft gaman að lesa bloggið þitt. Þó ég sé ekki alltaf sammála þér þá er það hverjum hollt að hlusta á skoðanir annarra.

Mummi Guð, 8.7.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband