Mikið er mér létt.

Komið heil og sæl það er þungufargi af mér létt.Málið var að kisa barna minna er búin að vera týnd í 10 daga og eftir að hafa sett auglýsingu í Víkurfréttir hérna suður með sjó var ég að heimta hana heim áðan.3 ungar telpur á reki við dóttur mína sáu auglýsinguna með myndinni í blaðinu og voru búnar að hringja fyrir hádegi til að segja að þær vissu hvar hún væri,ekki nóg með að henni hafði verið sinnt þær gáfu henni hundamat og fóður voru búnar að útbúa kassa fyrir hana til hvíldar og Rósa mín var hrein og fín.

Ég auðvitað gladdist svo mikið að ég hreinlega kyssti Kisu og þurfti hreinlega að þvinga fundarlaun handa telpunum sem auðvitað vildu ekkert nema að kisa kæmist heim.Stelpur ég er ykkur ævinlega þakklátur og takk fyrir Rósu.Ég veit hversu kær kisa er dóttir minni og mikið er gott að vita að börnin okkar eru svona ástuðleg gagnvart dýrum sem hafa týnst eða villst af leið,ég mun sofna þakklátur í kvöld vitandi að guð sér um sína.

P.S svo elska ég auðvitað þessa elsku sjálfur þ.e.a.s kisuna Rósu sem var skýrð í höfuð systur minnar af dóttur minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta eru bara dásámlegar fréttir.  Endilega settu inn mynd af Rósu. 

Guð blessi þig.

Linda, 26.7.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband