Loks verða lok á umsýslunni hjá mér.

Jæja þá er loks komið að því að veðflutningur á láni mínu gengur í gegn í dag,ég er búinn að bíða í á 3 viku eftir að fá fært lán mitt í Landsbankanum sem ég flutti milli eigna auðvitað til að spara mér lántökukosnað.En það hefur jú ekki gengið þrautalaust búið að taka næstum þrjár vikur að fá þetta yfir í kerfinu okkar góða.

Ég verð nú bara að segja eins og er við búum orðið í svoleiðis ömurlega hægfara kerfisbulli að ég var farinn að halda að þetta væri bara ekki hægt,sko ég seldi fekk greitt með peningum setti alla þá peninga á hávaxtabók sem veð á móti láni mínu og þegar svo er gert verður að vera til auðvitað fyrir bankann 20% meir á þessari bók en veðið sjálft ok ég skil svoleiðis alveg heitir að tryggja sig skakkaföllum.Síðan átti að borgast 1 ágúst með vissri upphæð af þessari bók fyrra veð sem þá auðvitað verður frá og mitt veð færist þá yfir enda er þetta lán mitt með 4,15% vöxtum og taldi ég hag mínum best með þessu gert.

Svo kemur í ljós að svona mál eru hreinlega svo flókin skriffinnska að ég var orðinn hræddur um að slíkt tækist ekki því fyrst verður hitt veðið  að fara af eign og síðan má mitt veð koma og þá geta peningar losnað til borgunnar þessara peninga.Það er allt orðið tryggt svoleiðis hérlendis að engin stofnun gefur neitt eftir og neytandinn einn skal þurfa að taka á sig tap.

Ég er orðinn svo hissa á þessu öllu og hvernig við höfum með lögum á alþingi komið þvílíkukerfi að réttast væri að 0 allt og hreinlega byrja uppá nýtt þetta er orðið eitt tómt bull og steypa sem kostar orðið svo mikið að til að borga einn reikning þarf ég að verða orðinn hagfræðingur með lögfræði og endurskoðenda menntun samhliða svo ég viti hvað ég er að fara með spurningum mínum í þessu kerfi okkar.

Eins og ég sé þetta eru allar skrifstofur fullar af fólki sem veit ekki baun lengur hvað hver og einn á að gera annað en að bulla mig tóma steypu og svo á ég að segja takk takk.

Ég á reyndar gott orð shit.Kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband