4.9.2007 | 00:02
Arggg.
Well ætlaði að koma mér í háttinn snemma í kvöld og fá góðan svefn,en svona er bara lífið gafst upp eftir að hafa bilt mér í klukkutíma eða svo orðinn glaðvakandi og hugsandi í tóma hringi.
Ég kann reyndar ráð íð því og mitt besta ráð er að annaðhvort setja einhverja ræmu í dvd spilarann eða lesa,en nú var ég í stuði fyrir hvorugt svo ég bara skrifa smá rugl og sé hvað setur.Það er oft svo að ég eftir að mikið hefur verið á dagskrá verð oft snúinn og á stundum erfitt með að vinda af mér,ætli spennustig mitt sé ekki bara of hátt enda mikið búið að ganga á undanfarið og loks þegar málum er svo háttað og ég get farið að hafa það náðugt fer ég að hugsa.
Og svo kannski ætla ég að tengja mig við eitthvað mér æðra bang kannski bara tengdi ég mig við eitthvað neðra hver veit,nú sit ég hér og geyspa stöðugt en hugur minn er ekki á því að hvílast.Eitt veit ég þó ég er þreyttur og læt þetta duga að sinni enda ekkert að blogga um svo sem annað en vitleysu og mér leiðist vitleysa þó ég geti jú oft verið eins og aðrir vita vitlaus.bestu kveðjur Úlli.
Athugasemdir
Góða nótt Úlli minn, farðu nú að úlla .. nei .. lúlla !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.9.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.