Stundum bara fær ég ekki það sem ég vill.

Það er oft svo með mig eins og kannski margan manninn að ég vill eitthvað og finnst ég auðvitað verðskulda að fá.Auðvitað er ekki svo í mörgum tilfellum varðandi hvað ég vill og hvað ég fæ síðan.

Ég var að gera mér vonir um visst málefni sem varðaði mig og síðan fer hugur minn af stað planar og ráðsetur síðan eitthvað sem jú kannski ekki verður,og hér fyrr á tíðum þá hljóp slíkt oft í skap mitt og það getur sko verið stórt stundum.

Á ferðalagi mínu hér á jörð hef ég oft viljað eitthvað og jú fjári oft líka fengið með frekju og yfirgangi líkt og á stundum ekki fengið þá hef ég sem betur fer eitthvað þroskast og lært á þessari för minni og ég mæli oft sjálf mitt af viðbrögðum mínum varðandi hvernig ég tekst á við þegar ég fæ orðið nei(og trúið mér mér líkar það orð ekkert of vel miðar mér þó áfram og stundum er bara best að leggja viss mál mér æðra og treysta að ég muni og fá það semmér er fyrir bestu.

Málið er auðvitað að ég get verið slíkur þumbi stundum að ég bara veð áfram í blindni og tek ekki sönsum fyrr en af mér er allur þróttur og þá verða oft góð ráð dýr,enda þoli ég illa að tapa gefur að skilja ég er og verð veiðimaður í eðli mínu og bráð mín er oft hitt eða þetta fer eftir hvað ég tel hverju sinni.

Ok til að gera langa sögu stutta þá fékk ég nei varðandi vissa umsókn og verð að halda för og halda annað síðan auðvitað þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ég kannski fæ eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um að verði mér kannski fyrir bestu.

Eitt veit ég þó er að ég veit svo lítið hvað verður þó ég viti mikið um hvað var,eigið góðar stundir og elskið hvert annað kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Æi Úlli minn, þetta er bara lengsta færslan sem ég hef séð frá þér í alllangan tíma og persónulegri enn þér er vant.  Mikið þykir mér leitt að heyra um þess umsókn þína, enn eins og þú segir  það mun opnast aðrar dyr.  Ég að venju hef fulla trú á þér.

Hey, stundum er fólk offline enn er samt ekki langt í burtu, get my drift, mon ame. 

Knús og Guð blessi þig bróðir.

Linda, 13.9.2007 kl. 04:57

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl Linda þakka þér jú jú ég get verið persónulegur þegar ég vill og hef aldrei átt erfitt með að tala um tilfinningar mínar,kannski frekar átt í vandræðum með að skilgreina þær rétt en ég er alltaf að læra og vonandi hefst þetta hjá mér einn daginn að vera sá ljúfi drengur sem ég veit að býr innra með mér,það er bara stundum svo langt í hann heheheh bestu kveðjur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.9.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband