Þegar ég leyfi djöflinum að

klæðast holdi mínu eins og ég vill kalla það,þá á ég við þegar ég fer í minn vilja og sleppi guði mínum Kristi.

Oft hefur það verið svo um æfi mína að ég fer mína leið og vil ekki taka sönsum og geri bara eins og mig listir,og stundum listir mig í einhverjar nautnir og þá leyfi ég sjálfinu og púkum mínum að taka völdin af guði mínum og hvað hjarta mitt þráir.

Það er nefnilega lítið mál að trúa en mikið að treysta,ég trúi alveg á alheim og guð og allt sem honum fylgjir en stundum bara á ég erfiðara með að treysta leiðsögn hans sem mér vill vel,það er vissulega vegna þess að ég er maður og geri mín mistök og vonandi læri ég þá líka af þeim.En stundum vil ég bara halda í suma lesti mína og næri þá oft á hugmyndum mínum og þrá(hyggju) kannski eftirvill þáhyggju.

Ég á bara svo erfitt með að bíða enda ekki þolinmæðisti maður heims þegar kemur að vissum þáttum og hvað ég vil út úr lífinu,sennilega hef ég góða stjórn á sumu og öðru ekki eins og með flest fólk,það er bara þetta með að breyta til hins betra sem ég þrjóskast oft við með,enda sumt í mínu fari sem ég hreinlega elska og ég leyfi mér oft að fara villu minnar því ég fíla það svo vel stundum.

Ég er nú samt alltaf að skoða sjálfan mig og hef alltaf gert og það sem ég er að koma fram með hér er einmitt smá skrif um að deila með öðrum jafnvel því sem þið kannski finnst vera eitthvað ómerkilegt,en fyrir mig er þetta partur af uppgjöri við sjálf mitt og leið til að finna frið í hjartanu þar og ég vill vera sem oftast.

Takk fyrir að lesa góði gestur megi drottinn þér og þínum fylgja sem og mér og mínum.Kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:) hehehe bara púki í þér í dag :) farðu bara varlega í púkaskapinu ;) óþolinmæðinn kemur, man stundum í smá vanda þekki það sjalf :)

adios Anna Sigga.

anna sigga (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband