Stundum fær maður bara eitthvað betra en maður vonar.

Jæja þá eru flest mín mál að komast á réttann kjöl.ég skrifaði ekki fyrir löngu um viss málefni sem ekki hefðu farið eins og ég kaus,en hvað kemur svo uppúr hattinum annað en bara eitthvað betra og meira við mitt hæfi.

Já stundum getur borgað sig að kunna að bíða síns tíma og eins og málin eru að þróast fyrir mig get ég ekki annað en verið ljómandi sáttur og þakklátur.Ég hef nefninlega verið á höttum eftir starfi við hæfi að undanförnu og var farinn að sjá fyrir mér að ef ég vildi komast í starf við hæfi,þyrfti ég að sækja vinnu til Reykjavíkur eða allavegana þar í nágrenni.Svo bara dettur ekki einmitt starf hér suður með sjó þar og ég bý sem er alveg sniðið fyrir mig og mína reynslu og fyrri störf eins og sagt er.

Nú til að gera langa sögu stutta þótti mér best að reyna á hvort og hvernig,með umsókn og ég var kallaður til komst að í hverju starf er fólgið og ég varð spenntur.Ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir hann mig og mig langaði mikið í starfið og þá áskorun sem því fylgir,sem sagt metnaðarfullt og krefjandi með möguleika á víðfermi þekkingu og reynir á hugann.

Svo fæ ég hringingu fyrir helgi og mér er tjáð að ég geti fengið starfið sem ég sótti um og váaaaaaa um mig fer unaðsstraumur ekki ósvipað að ég hreinlega hafi fengið vissa full....... og samt kom ekki nokkur kona við migBlush,svo staðan er auðvitað þá sú að ég er heppinn maður og það sem ég hef lært af þessu er .....................................Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir ég vinn ekki stóra vinningin ef ég ekki tek þátt og hlutirnir hoppa ekkert í fang mér heldur verð ég að sækjast eftir að fá þegar og ég þrái og vil.

Nú svo er auðvitað bara að standa sig og sanna og þá fer þetta allt eins og best verur á kosið eigið góða helgi og megi guð ykkur fylgja í lei og starfi kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með þetta Úlli gott að þú ert kominn í gott djobb á heimaslóðum :)

kv AS

Anna sigga (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Til hamingju með nýja starfið! Guð heyrir svo sannarlega bænir Guð blessi þig og fallegu börnin þín

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband