Kisan okkar hún Rósa

gerði sér lítið fyrir og átti 4 stykki kettlinga í nótt.Ég vaknaði um 4 leytið í nótt við eitthvað tíst og þá var ballið byrjað,hún er ekki stór af kisu að vera enda bara rétt um ársgömul en hún Rósa átti ekki í neinum vandræðum með þetta.Ég fékk að vísu að fylgjast með og nú liggur hún í fleti sínu malar og gefur þeim.Enda er hún búin að þrífa þá vel og vandlega eins og sönnum ketti sæmir.

 

Ég veit þegar ég sæki börn mín í dag að það verða gleðistundir hjá dóttur mínni og syni og sennilega má enginn koma inn í herbergi dóttur minnar sem kisan á sitt fleti,fyrr en hún er búin að skoða þetta allt vel og vandlega.

Svo hér verður fjör og gaman næstu daga góðar stundir kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Til hamingju með kisukrílin! Börnin þín verða alveg í skýjunum yfir kettlingunum helgin ykkar verður yndisleg

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.11.2007 kl. 09:55

2 Smámynd: Linda

Til hamingu með að vera orðinn afisvona á ská...

Linda, 30.11.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Mummi Guð

Til hamingju með kettlingana, núna bíður þín mikið verk að koma þeim á gott heimili og það þýðir ekkert að bjóða mér þá. Ég er með tvær kisur og Fjólan vill ekki fleiri kisur á heimilið.

Mummi Guð, 30.11.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

He He nei dóttir mín vil helst halda þeim öllum,við höfum náð sátt um að sonurinn fái einn og svo sjáum við til hvað verður um hina.Uss nú er mikið um að dóttir mín passar þá vel og ég og drengurinn líka svona þegar það hentar prinsessunni á heimilinu lifið heil kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.12.2007 kl. 10:20

5 identicon

Sæll og blessaður.

Stolt af nöfnu minni.  Kær kveðja/Rósa á Vopnafirði.

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:19

6 Smámynd: halkatla

oh hvað þetta er gaman! til lukku með kisuna og kettlingana

halkatla, 5.12.2007 kl. 09:44

7 identicon

Sæll og blessaður

Hvernig hefur nafna mín það og kettlingarnir?

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:36

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jú Jú Rósa nafna þín hefur það alveg ljómandi fínt,og kettlingarnir eru búnir að missa naflastrenginn og byrjaðir að opna augu sín svona einn af öðrum.þeir eru að fitna og stækka alveg eftir bókinni og´Rósa mín borðar vel og er svona byrjuð að gjæast út stutta stund í einu.Einn kettlingurinn sem var í fæðingu með loppur sínar að framan undnar,er allur að koma til og ég held að þetta verði allt í lagi ég finn hann hefur mátt og getur notað þær við að skríða áfram.Góðar stundir Rósa og takk kveðjurnar Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.12.2007 kl. 15:24

9 identicon

Sæll aftur. Þetta var svo fyndið að kötturinn var nafna mín  Ég fékk hláturskast hérna á hjara veraldar. Spurning hvort einhverjir í blogginu verða heppnir þegar nafn á kettlingana verður valið  Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir en ekki Högnadóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband