15.12.2007 | 06:52
Uss stíft programm
þessa daga með að jólin séu á næsta leiti,ég var vakinn af dóttur minni og syni kl 6 í morgun.Málefnið er auðvitað hvað þau hafi jú fengið í skóinn og nú sitja þau við sjónvarpið með köttinn í sofanum og alla kettlingana og horfa á barna dvd.
Ég get þá að vísu smellt inn þessari færslu og farið í að gera jólalistann góða,málið er að í dag ætlum við saman ég og börnin að kaupa jólagjafirnar allar vonandi nema auðvitað þeirra sjálfra.Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir búðaráp og ég ætla að nýta mér börn mín til hjálpar hvað skal jú kaupa fyrir þetta barn og hvað fyrir hitt barnið.Annað ég tók ákvörðun um að versla sem mest í heimahöfn,sem sagt mest hér í Reykjanesbæ.
Ég er alltaf að kvarta yfir að ekki sé nú þessi og þessi búðin hér og að við séum orðin yfir 13000 manns og bla bla blí,nú auðvitað til að svo geti orðið þá auðvitað verð ég að versla heima því engin kemur jú búðin hingað ef ég fer svo bara í bæinn eftir öllu.Það liggur vel á mér þessa dagana og af mér að frétta er bara gott ég hef verið duglegur með mitt undanfarið og unnið vel að minni líðan svo gott er að uppskera eins og sáð er.Jæja ég læt þetta duga nú og fer að gefa börnum mínum morgunmat eigið góða helgi og gangi ykkur öllum allt í haginn guð veri með ykkur kveðja Úlli.
Athugasemdir
jólin jólin jólin koma brátt.. hef ekki gert baun...þetta stendur vonandi allt til bóta, gott að það sé stuð hjá þér.
Linda, 15.12.2007 kl. 15:30
Sæll Úlfar Þór B. Aspar
Ég las færsluna og þar var bara sagt með köttinn o.s.frv. Kötturinn hefur nafn. Ég hálf móðgaðist Úllalaúllala. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:01
HEheheh takk stúlkur já auðvitað heitir kisa Rósa,einn kettlingurinn heitir snotra og annar blíð,svo á sonur minn eftir að finna á sinn kettling hann er að vísu ósáttur við að hans sem hann valdi er ekki högni heldur læða og þá er allt strand.
En þetta kemur allt saman vonandi,annars gekk okkur ljómandi vel í dag við kláruðum dæmið alveg svo ég á bara eftir að pakka senda,þrífa jólakortin matinn og svona smotteri,en ég hefi engar áhyggjur af þessu enda mikill aksjón maður þegar ég tek mig til kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.12.2007 kl. 17:09
Sæll Úlfar :) já hér er sko líkað vaknað snemma á morgnana og kíkt á hvað jólasveinnin gaf í skólinn, í gærkveldi sofnaði ég yfir sjónvarpinu í sófanum og vaknaði þar í morgun.......og ekkert var í skónum,,,,úps... ég rétt náði að bjarga þessu þegar þau fóru á klósettið,þá henti ég í skóinn, og svo korteri seinna sagðist ég hafa heyr eitthvað og þau hlupu spennt og voru að sjálfsögðu glöð
Ég tók eftir einu á færlsunni þinni það er að þú býrð í Reykjanesbæ, það geri ég líka
En ég á enn eftir að klára jólagjafakaup...........klára það í vikunni.
Takk fyrir að svara spurningunum á blogginu mínu.
Eigðu góðan dag.
kv Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 08:22
Gott hjá þér að versla í heimabyggð Ég held að það sé að gera alla vitlausa að finna stæði og argast og vesenast í Reykjavík. Allavega versla ég mest í Hafnarfirði, því það þýðir ekkert að kvarta yfir búðaleysi ef maður fer sjálfur í stóru verslunarmiðstöðvarnar. Annars held ég að engin gjöf eða verslunarferð nái að toppa litla krúttlega kettlinga
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.