18.12.2007 | 19:32
Lauma inn einni
Færslu svona um mína hagi þessa dagana,ég hef lítinn tíma haft undanfarið í að blogga vegna anna í vinnu og auðvitað einkamálum.Ég skellti mér að hitta föður í gærkveldi hann er kominn suður og verður hér yfir hátiðirnar sem og vissulega er yndislegt.
Ég hafði ekkert hitt hann síðan í sumar og ekki neitt eftir að ég frétti af veikindum hans nema auðvitað símleiðis,allt gengur vel og nýjustu fréttir eru að lyfin fara vel í hann og síðan er bara að sjá framhaldið.Hann gisti síðustu nótt hjá Grím bróður í Grindavík svo stutt var að fara fyrir dreng,við spjölluðum helling feðgar og vorum að vesenast smá við lagnir og blöndunartæki.
Málið er að það er gott að eiga kall að eins og pabba hann er svona maður sem allt getur og hefur lausn á öllum málum varðandi húsnæði manns og þessháttar svo er hann bara þessi yndislega rólega týpa sem við bræður erum ekki.Við erum frekar svona örir gæjar sem vaða í allt og alla sem getur jú haft sína kosti sem og galla,en nóg um það.
Kettlingarnir hennar Rósu kisu dafna vel og eru nú að verða 3 vikna og byrjaðir að fara um húsið,í morgun áður en ég lagði til vinnu minnar leit ég á þá blessaða og einn þeirra var kominn næstum framaf rúminu hennar kisu og byrjaði að væla svona líka flott.Og ég heyri bjölluna hennar Rósu klíngja næstum eins og jólin væru bara mætt.Mál var að hún auðvitað bara brá sér fram í dall sinn að eta enda veitir ekki af verandi með 4 kettlinga á spenum sínum,en sú var snögg að mæta enda þvílík læða sem hún er og ekki verður það nú af henni tekið að góð móðir er hún.
Jæja læt þetta duga í kvöld fer ég auðvitað á fundinn minn góða og skoða mín spor lifið heil og megi guð ykkur geyma kveðja Úlli.
Athugasemdir
Sæll og blessaður. Reyndi að setja inn færslu áðan en eitthvað mistókst. Kannski fór færsta til Kastró á Kúbu.
Við Rósurnar erum langflottastar Gangi þér vel í jólastússinu.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 21:02
Sæll Úlli :) rakst á blogið þitt af einskærri tilviljun og datt í hug að kasta til þín kveðju enda langt síðan síðast, ein níu ár ef mér reiknast rétt til. Hafðu gott um jólin félagi og hver veit nema ég detti um þig einhverntíma aftur :) en bless í bili.
Birna Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 06:34
Jahérna Birna ég á ekki orð,sennilega eru það orðið þetta mörg ár hvað tíminn líður.Mér gengur misvel að fatta að ég er maður á fimmtugsaldri en ekki bara þessi sami ungi drengur sem mér finnst ég oft vera.
Hvað um það gaman að lesa af þér Birna og megir þú og þínir eiga gleðileg jól,kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.12.2007 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.