Ekki má gleyma

að óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar ég er á síðustu metrunum með jólastússið,í dag ætlum við að kaupa jólatré ég og börnin.

Þessi jólaundirbúningur þetta árið hefur gengið alveg eins og smuð vél,ég klára í dag matarinnkaup þrif og skreyta jólatréð.Þá á ég morgun daginn fyrir sjálfan mig og sæki svo börnin annað kveld og alles klar.

Reyndar geri ég eitt líka í dag áður en ég sæki börn mín og það er að keyra út jólakortin sem eru í bæjarfélagi mínu og nágrenni,svona viss stemmning sem ég vil ekki sleppa ég fæ alveg um leið stemmninguna beint í æð og verð aftur lítill drengur sem hlakkar til jólanna.

Ég bý vel að eiga mitt líf frjáls og glaður maður svona að vafnaði,auðvitað get ég dottið í pyttinn minn og orðið gramur like hell,en ég stoppa orðið stutt þar,og það er yndislegt að vita að framtíð mín er eins björt og ég kýs sjálfur að hún verði.

 

 

Megi þessi jól færa ykkur öllum gleði og ánægju og kærleik guðs ykkur öllum til handa kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól gamli :) vonandi verða þetta friðsæl og góð jól hjá þér og börnunum þínum, ásamt öllum kisunum :)

friðarjólakveðja Anna Sigga :)

Anna Sigga (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:00

2 identicon

Kæri bloggvinur. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Guð blessi ykkur öll

Hittumst á blogginu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:10

3 identicon

Hæ aftur. Klikkaði á einu. Bið auðvita að heilsa nöfnu minni  og ketlingunum hennar. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Mummi Guð

Gleðileg jól félagi. Hafðu það sem allra best um jólin og takk fyrir endurfundina á árinu, þó við höfum ekkert hist! Það kemur bara að því.

Mummi Guð, 23.12.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband