12.1.2008 | 17:04
Glæsileg úrslit í dag.
Nú er orðin spenna í deildinni með sæti 4-5 eins og staðan er núna eru 4 lið komin með 39 stig,reyndar á Liverpool leik til góða mig minnir á móti West Ham og gaman væri bara að Hamrarnir bara tæku þann leik.Man City,Liverpool,Everton og mínir menn Aston Villa þá öll jöfn.
Mar fer bara jafnvel að getað gert sér draum um að lið mitt komist í alvöru Evrópukeppnir ef svona heldur áfram go Villa go.
Birmingham náði stigi á Emirates | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Úlli minn. Alltaf í boltanum.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.1.2008 kl. 17:47
Sæl Rósa mín,já veistu að fyrir svona hugsuð eins og mig er gott að nota íþróttir til að dreifa huganum.He He nei ég hef bara svo gaman af öllu milli himins og jarðar mest þó himins.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.1.2008 kl. 21:03
Ég þarf varla að taka það fram að mínir menn í Crystal Palace skelltu Úlfunum á útivelli 0-3.
Mummi Guð, 12.1.2008 kl. 22:48
Nei Mummi minn þínir menn eru á svaka siglingu þessa dagana og eru að spila flottann bolta.Til hamingju Mummi.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.1.2008 kl. 22:59
Ég er sáttur við mína menn. Þeir hafa spilað 14 leiki í röð án þess að tapa og Clinton Morrison er búinn að skora 10 mörk í síðustu 12 leikjum. Í lok október vorum við í 23 sæti og erum núna í 6 sæti. Og ekki er liðið gamalt í síðasta leik vorum við með 4 í byrjunarliðinu sem voru 17 ára eða yngri og einn á bekknum. Þar á meðal var undrabarnið John Bostock í byrjunarliðinu, en hann á 16 ára afmæli í næstu viku og getur þá fyrst skrifað undir atvinnumannasamning.
Mummi Guð, 13.1.2008 kl. 00:44
Hvað er þetta við fótbolta sem gerir alla menn vitlausa.???
Halla Rut , 14.1.2008 kl. 22:02
Einhver besta leið og skemmtun við fótbolta er að komast burt frá hugsun sinni,og eins og þú veist Halla er strákar alltaf strákar og vilja vissulega fá að leika sér.Og flestar íþróttir eru jú leikur manna og kvenna á millum.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.1.2008 kl. 07:08
Hæ. Lifi strákurinn í þér sem lengst.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.1.2008 kl. 10:34
vildi bara kasta kveðju :) held tað sé kominn tími til að kíkja á fund í víkina ... sakna ykkar barac soldið mikið sko
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:52
Sæll Úlli minn. Áfram Íslandi í kvöld. Kveðjur frá hjara veraldar.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.