Breytingar á háttum mínum.

Kæru Bloggvinir og aðrir sem hingað hafa komið við á för sinni um bloggheima.Það munu verða breyttir tímar hjá mér nú á næstunni,og fyrir vikið mun ekki verða mikið um færslur frá mér hér á næstunni,ég hef verið færður til í starfi innan fyrirtækis þess er ég vinn fyrir.Reyndar er ég staðsettur á sama viðverustað en gegni öðru hlutverki sem kallar á meiri ábyrgð,svo segja má að ég hafi fengið stöðuhækkun og hver veit kannski líka hærra kaup heheheh.

En svona án gríns þá auðvitað krefst þetta meira af mér og sennilega lengri viðveru í vinnu og allt sem því fylgir að taka slíka stöðu.Ég reyni nú samt að kommenta svona við og við hjá mínum félögum og reyni að halda sambandi eins og frekast verður unnt.

Megi allar góðar vættir vera með ykkur kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri vinur. Ekki gleyma okkur alveg. Skil þetta vel og nú er fjarnámið að byrja hjá mér. Það gengur fyrir ásamt fjölskyldu o.fl. Setti inn sömu vísu og hjá Guðsteini en hann er í botnlausri vinnu eins og þú.

Guð blessi þig kæri vinur og sólargeislana þína

Shalom/Rósa

Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,

boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,

hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,

það er: að elska, byggja og treysta á landið.

Höf: Hannes Hafsteinn: Aldamótin.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Mummi Guð

Gangi þér vel í djobbinu þínu. Ég vonast samt til að sjá blogg hjá þér af og til, til dæmis þegar hin mánaðarlega tilkynning kemur um hækkun á vísitölu neysluverðs.

Mummi Guð, 25.1.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jú Mummi ég mun reyna að halda aðhaldi í heimi fjármála,enda veitir ekki af að hafa skilning á stefnu þessar þjóðar í peningamálum.Ég vona ég hafi enn dug og þor til að segja sannleikann af og til,því ekki fáum við hann frá ríkjandi stjórnmálamönnum og þessum blessuðu fjármálagúrúum þessarar þjóðar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.1.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur Úlli minn, vinnuþjarkur. Sammála Mumma. Einnig að heyra annað slagið frá þér svo við sleppum örugglega við að þurfa á áfallahjálp að halda. Fjör á blogginu hjá mér við næst síðustu grein en í þeirri síðari kom fram mikil sorg sem bloggvinkona mín hefur þurft að upplifa. Baráttukveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hæ Rósa enn á ný,jú ég skal eftir fremsta megni skrifa eitthvað svona við og við.Það er bara með bloggið ef ég get ekki vandað til er oft betra að gera minna,en ég er nú ekki hættur neitt.

Bara verð að forgangsraða smá hjá mér næstu mánuði og koma öllu í horf og á meðan blogga ég lítið guð veri með þér Rósa og gangi þér allt í haginn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.1.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband